Sveifla Jim Furyk þykir sérstök! … en hún er áhrifarík og Furyk einn af bestu kylfingum heims.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2011 | 15:00

Hver er kylfingurinn: Jim Furyk? – Seinni grein

Sveifla Jim Furyk

Einkennileg einkennissveifla Jim Furyk byrjar á óhefðbundinni stöðu þar sem boltinn er staðsettur við hæl kylfunnar í stað miðju hennar eða jafnvel við tá. Hann hreyfir 1,9 metra 6’2″  líkama sinn svo nálægt að hendur hans snerta næstum því mjaðmirnar. Flestir kylfingar ættu í vandræðum með golfkylfu úr þannig upphafsstöðu. Það er skemmtilegt að bera stöðu Furyk saman við kennslubókarstöðuna sem Tiger Woods hefir, en hann hefir hendur sínar 8 þumlunga ( inches fá cm tölu) frá líkamanum, en þetta er staða sem framkalla högg og lýkur með að kylfan er yfir hægri öxlinni á toppnum og hægri olnbogi hans er eins og límdur við líkamann. Fyrir manneskjur er þetta klassíska höggstaðan. Frá upphafi tíma hefir þetta verið staðan sem notuð er til að kasta steini, spjóti, hafnarbolta eða sveifla kylfu. Stóru vöðvarnir í líkamanum, bakinu, öxlunum, lærum stjórna en ekki minni vöðvarnir í höndum og úlnliðum. Íþróttamaður (eða veiðimaður hér áður fyrr) er sagður vera „hlaðinn.” Allur líkami hans tekur stöðu til þess að ná fram hámarkskrafti.

Furyk hins vegar slær kylfunni eins og körfuboltamaður sem skýtur „hook” skot. Hendur hans hans fara aftur lóðrétt og toppur olnbga hans flýgur frá líkamanum. Hávaxnir kylfingar hafa tilhneigingu til þess að hafa meiri upprétta sveiflu. Þetta upphaf framkallar ekki kraft, en er byrjunin til þess að auðvelda nákvæmni í að hitta boltann. Kylfuskaftið er næstum lóðrétt eins og pútter. Það færist beint aftur og beint upp, sem heldur því á lengra ferli og því tími til að hugsa hvernig leiðin er að boltanum. Á toppi baksveiflunnar er Furyk í sömu stöðu og Jack Nicklaus myndi vera – kylfuskaftið er samhliða þeirri línu sem valin er fyrir boltaflugið en olnboginn flýgur maður veit bara ekki hvert. Í niðursveiflunni fer Furyk að „leiðrétta” óhefðbundið högg sitt og droppar hægri olnboganum á þann stað sem hann þarf að vera á, hreyfing sem færir kylfuna á réttan kylfuferil til þess að framkalla hljóð.  Það er þetta upphaf á niðursveiflunni sem framkallar loop-ið í sveiflu hans.

Faðir Furyk, Mike lýsir sveiflunni svo í Golf Digest 2001 að mjaðmir Jim „snúist undir” (ens. underturn) í baksveiflunni hafi „yfirsnúning” (ens. overturn) á leið niður. Á niðursveiflunni dregur hann kylfuna í stórum boga aftur fyrir líkama sinn (séð frá hægri hlið hans), síðan límir hann olnbogann við hægri mjöðmina við höggið.  Fréttaskýrandinn, Gary McCord, sagði að þetta liti út ein sog Furyk væri að reyna að sveifla inn í símklefa.  Annar golffréttaskýrandi, David Feherty lýsti sveiflu Furyk eftirminnilega sem „kolkrabba, sem væri að detta niður úr tré.” Aðrir hafa bent á að sveiflan minni þá á „einhentan kylfing sem er að nota exi til að drepa snák í símklefa.”

Sveifla og hreyfingar Jim Furyk voru umdeildar í upphafi ferils hans, hins vegar þröngvaði pabbi hans, hann aldrei til að breyta því sem honum var eðlilegt. Nákvæmni högga Jim Furyk er vel þekkt og nýtist honum vel núna á PGA Tour.

Furyk, hins vegar, er ekki fyrsti atvinnukylfingurinn sem sýnir okkur að óhefðbundin sveifla, á skjön við endalausar kennslubækur og greinar um golf, getur verið árangursrík.

Sveifla Nicklaus var upprétt með „fljúgandi olnboga” og einn af mestu „loop-erunum” allra tíma var Lee Trevino.

Að lokum: Listi yfir 16 sigra Jim Furyk á PGA:

Hér fer listi yfir sigra 16 sigra Jim Furyk á PGA, en alls hefir hann sigrað 26 sinnum á atvinnumannsferli sínum:

1 15. október 1995     Las Vegas Invitational,  -28  (67-65-65-67-67=331)

2 18. febrúar 1996 United Airlins Hawaiian Open -11 (68-71-69-69=277)

3 18. október 1998 Las Vegas Invitational -25 (67-68-69-63-68=335)

4 17. október 1999 Las Vegas Invitational -29 (67-64-63-71-66=331)

5 6. mars 2000 Doral Ryder Open -23 (65-67-68-65=265)

6 14. janúar 2001 Mercedes Championships, -14 (69-69-69-67=274)

7 24. maí 2002 Memorial Tournament, -14 (71-70-68-65=274)

8 15. júní 2003 US Open -8 (67-66-67-72=272)

9 3. ágúst 2003     -21 (68-66-65-68=267)

10 3. júlí 2005 Cialis Wester Open  -14 (64-70-67-69=270)

11 7. maí 2006 Wachovia Championship -12 (68-69-68-71=276)

12 10. september 2006 Canadian Open  -14 (63-71-67-65=266)

13 29. júlí 2007 Canadian Open  -16 (69-66-69-64=268)

14 21. mars 2010 Transitions Championship -13 (67-68-67-69=271)

15 18. apríl 2010 Verizon Heritage  -13 (67-68-67-69=271)

16 26. september 2010 The Tour Championship  -8 (67-65-70-70=272)