Hver er kylfingurinn Jeunghun Wang?
Jeunghun Wang sigraði á Commercial Bank Qatar Masters nú um helgina nánar tiltekið sunnudaginn 29. janúar 2017, en mótið var mót vikunnar á Evróputúrnum.
Öðru sætinu deildu sænskur frændi okkar Joakim Lagergren og Jaco Van Zyl frá S-Afríku.
Allir voru þessir þrír jafnir eftir 72 holu leik á samtals 16 undir pari, hver, en Wang sigraði síðan á 1. holu bráðabana, en 18. hola Doha GC var spiluð aftur og fékk Wang fugl meðan hinir tveir töpuðu á parinu.
Wang er ekki þekktasti kylfingurinn á heimsvísu í golfinu og margir sem vita fátt annað en að hann sé frá S-Kóreu, ef þá það!
Hver er þessi kylfingur Wang?
Wang er ungur og tiltölulega óþekktur kylfingur en nú þegar kominn með þrjá sigra á Evrópumótaröðinni og geri aðrir betur!!!
Jeunghun Wang ( 왕정훈 á hangul eða 王情訓 á hanja) er frá S-Kóreu og fæddur 7. september 1995 og því aðeins 21 árs.
Hann spilar aðallega núna á Evróputúrnum og Asíutúrunum en var þar áður á PGA Tour China. Wang gerðist atvinnumaður í golfi 17 ára, árið 2012.
Af sigrum hans sem áhugamanns mætt helst nefna:
2010 Carlubang Amateur Open, YoungIn Univ. President Cup, Sports Chosun Cup (þá er Wang 15 ára)
2011 DHL-WWW Philippine Amateur, Philippine Amateur (Wang 16 ára)
Þrátt fyrir ungan aldur hefir Wang nú þegar sigrað þrívegis á Evróputúrnum; einu sinni á Sólskinstúrnum suður-afríska og 1 sinni á Asíutúrnum. Eitt mótanna á Evróputúrnum voru annars taldist líka vera mót á Sólskinstúrnum og á Asíutúrnum.
Árið 2016, sigraði Wang Trophée Hassan II mótið en hann fékk leyfi til að spila í mótinu á undanþágu styrktaraðila. Segja má að hann hafi fullnýtt tækifærið og gert gott betur. Hann fékk fugl á 2. holu bráðabana og stal þar með sigrinum af spænska kylfingnum Nacho Elvira.
Vikuna þar á eftir sigraði hann aftur, í þetta skipti á the AfrAsia Bank Mauritius Open, sem var samstarfsmót Evróputúrsins, Asíutúrsins og Sólskinstúrsins. Wang átti 1 högg á Siddikur Rahman.
Vegna beggja sigra sinna á Evróutúrnum og það á nýliðaári sínu! var Wang valinn Henry Cotton nýliði ársins á Evróputúrnum, árið 2016.
Þriðji sigur Wang á Evróputúrnum kom svo sunnudaginn sl. 29. janúar 2017, þegar hann sigraði s.s. áður segir á Commercial Bank Qatar Masters.
Vegna þessa sigurs fór Wang inn á topp-50 heimslistans, situr nú í 39. sætinu en var áður í 60. sæti. Að öllu óbreyttu ætti hann því að vera búinn að tryggja sér þátttökurétt á Masters risamótið; en hann tók tvívegis þátt í risamótum 2016; Opna breska og PGA Championship og náði ekki niðurskurði í bæði skiptin. Kannski að kominn sé tími á hjá Wang að breyta risamótaferli sínum!
Wang virðist óstöðvandi og hluti nýrrar, sterkrar og frábærrar golfkynslóðar í golfinu, sem gaman verður að fylgjast með!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
