Hver er kylfingurinn: JB Holmes?
JB Holmes sigraði í gær, 5. apríl 2015 á Shell Houston Open.
Það er kunnara en í frásögur sé færandi að Holmes er snjall kylfingur; en han hefir aldrei verið meðal þeirra allra fremstu og hefir aldrei verið eins eins vinsæll og landar hans Rickie Fowler, Bubba Watson eða Dustin Johnson.
En hver er kylfingurinn JB Holmes?
JB heitir fullu nafni John Bradley Holmes og fæddist hann 28. apríl 1982 í Cambellsville, Kentucky og er því 32 ára. Hann byrjaði að spila með golfliði Taylor County High School í Campbellsville þegar hann var í 3. bekk. Hann þjáðist af mildri lesblindu þegar hann var í skóla. Æskuvinur Holmes, Brandon Parsons, er kylfusveinn Holmes. Meðan Holmes var enn í menntaskóla var hann byrjaður að spila á Pepsi Junior Golf Tour. Hann var í University of Kentucky í Lexington, sem hann hjálpaði að vinna SEC Title meðan hann var þar og eins var Holmes í Walker Cup liði Bandaríkjanna 2005 áður en hann gerðist atvinnumaður árið eftir.
Atvinnumannsferillinn
Holmes sigraði í úrtökumóti fyrir PGA Tour (þ.e. PGA Tour Qualifying Tournament) árið 2005. Hann varð T-10 í fyrsta PGA Tour móti sem hann tók þátt í en það var Sony Open í Hawaii 2006 og í febrúar þetta sama ár sigraði hann í FBR Open, en þar með varð hann sá kylfingur sem var fljótastur að ná $1 milljón dollara markinu í verðlaunafé á PGA Tour. Þetta var 5. mótið hans sem atvinnumaður og 4. mótið á PGA Tour.
Eftir sigurinn var Holmes lengi ekki í neinu formi og var svo til ársins 2007, þegar honum tókst tvívegis að verða meðal efstu 10 í móti og í lok þessa árs var Holmes í 118. sæti á peningalistanum.
Þann 3. febrúar 2008 sigraði Holmes enn og aftur FBR Open, en það var 2. sigur hans á PGA Tour. Holmes hóf mótið með 4 högga forskot en fyrir lokaholuna var hann 1 höggi á eftir Phil Mickelson. Holmes náði fugli á 18. og knúði þar með fram bráðabana sem hann vann síðan Mickelson í á 1. holu bráðabanans (sem var 18. holan) en honum tókst að setja niður 2 metra fuglapútt eftir 359 yarda dræv. Með þessum sigri komst Holmes í 62. sætið á heimslistnaum. Árið 2008 náði Holmes öðrum hápunkti á heimslistanum þegar hann komst í 42. sætið á heimslistanum.
Leikstíll
Holmes, ásamt félögum sínum sem voru nýliðar á sama ári og hann á PGA Tour, 2006, s.s. Camilo Villegas og Bubba Watson, er þekktur fyrir að vera alger sleggja og slær boltann meira en 300 yarda (u.þ.b. 274 metra), sem gerir hann að nr. 7 í mestri högglengd á eftir þeim sem er í 1. og 2. sæti þ.e. DJ og Bubba Watson. Sjá listann yfir mestu sleggjur PGA Tour með því að SMELLA HÉR: Holmes spilar vellina sem rútínu þannig að hann slær eins langt og hann getur með drævernum, sem er ekki ólík fílósofía og „Grip it and Rip It“ hjá Daly og notar hagræðið sem mikil lengd hans gefur honum til þess að komast nálægt flöt og nota síðan bara fleygjárn eða stutt járn inn á flöt. Þetta er ekkert nýr leikstíll, en margir gagnrýnendur hafa bent á á stíll Holmes hafi komið fram með nýja kynslóð kylfinga sem leggur áherslu á að dúndra boltanum eins langt og þeir geta og notafæra sér síðan það nýjasta í golfútbúnaði með því að ná boltanum t.a.m. úr röffi á flöt og þannig fækki höggstyttri, nákvæmari kylfingum.
Ryder Cup 2008
Í Ryder Cup, 2008 vann Holmes Søren Hansen 2&1 í tvímenningi sunnudagsins og kom Bandaríkjunum einu stigi frá því að ná Ryder bikarnum. Jim Furyk vann síðan Miguel Ángel Jiménez á 17. holu og náði bikarnum í hendur Bandaríkjamanna. Holmes og annar liðsfélagi, Kenny Perry, voru útnefndir Kentucky-búar ársins 2008 af Kentucky Monthly magazine.
Heilaskurðaðgerð
Eftir að hafa verið á 80 eftir 1. hring á PGA Championship risamótinu í ágúst 2011 dró Holmes sig úr mótinu. Hann hafði verið að fást við mikinn svima (ens.: vertigo) í marga mánuði og var greindur með Chiari vansköpun á heila. Hann gekkst undir aðgerð á heila 1. september 2011 og aðeins mánuði síðar komust læknar að því að Holmes var með ofnæmisviðbrögð við límefninu sem notað var í títaníumplötu sem komið hafði verið fyrir í höfuðkúpu hans. Hann var fluttur með þyrlu frá heimili sínu í Kentucky til John Hopkins í Baltimore og gekkst undir aðra skurðaðgerð. Holmes sneri aftur á PGA Tour seint í janúar 2012 og tók þátt í the Farmers Insurance Open.
Árin 2012–15: Batinn og Endurkoman
Eftir heilaaðgerðina spilaði Holmes í 26 mótum 2012. Meiðsli á olnboga og ökkla urðu til þess að hann spilaði bara í 6 mótum 2013 og spilaði ekki aftur þar til á the Dunlop Phoenix Tournament á Japan Golf Tour.
Holmes fékk þátttökurétt á grundvelli framlengingar á grundvelli veikinda og fullnægði skilyrðunum með góðum inntektum á Zurich Classic of New Orleans 2014, þar sem hann varð T-11. Hann þurfti að verða T63 eða betra á the Wells Fargo Championship til þess að vinna sér inn þátttöku á Players Championship 2014 í gegnum FedEx Cup stig. Holmes náði að sigra í fyrsta sinn á 6 árum og vann sér aftur inn þátttökurétt á PGA Tour til keppnistímabilsins 2015-2016 og fór úr 242. sætinu í 68. sætið á heimslistanum. Með sigrinum vann Holmes sér einnig inn þátttökurétt á PGA Championship risamótið 2014, sem fram fór í Valhalla Golf Club í Louisville, Kentucky.
Nú í ár, 2015, nánar tiltekið í febrúar tapaði Holmes í 4 manna bráðabana á the Farmers Insurance Open fyrir Jason Day frá Ástralíu. Hann var í forystu fyrir lokahringinn ásamt Harris English, en var bara á pari á lokahringnum, þannig að það varð að koma til bráðabana, sem hann tapaði í.
Síðan varð Holmes í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir sigurvegaranum Dustin Johnson (DJ) á WGC Cadillac Championship, 8. mars 2015.
En í apríl, nánar tiltekið 5. apríl 2015 vann JB Holmes svo loks sigur á Shell Houston Open, eftir að hafa verið nálægt sigri í nokkrum mótum þar á undan. Fyrir sigurinn á Shell Houston Open var JB Holmes í 20. sætinu á heimslistanum en fór við sigurinn í 12. sætið, sem er það hæsta sem hann hefir komist á heimslistanum!!!
Kynnast má JB Holmes nánar á heimasíðu hans sem sjá má með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024





