Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2015 | 10:00

Hver er kylfingurinn: JB Holmes? (1/2)

Bandaríski kylfingurinn JB Holmes er búinn að leiða á WGC Cadillac heimsmótinu, fyrstu tvo keppnisdagana.

Það er kunnara en í frásögur sé færandi að Holmes er snjall kylfingur; en han hefir aldrei verið meðal þeirra allra fremstu og hefir aldrei verið eins eins vinsæll og landar hans Rickie Fowler, Bubba  Watson eða Dustin Johnson.

En hver er kylfingurinn JB Holmes?

JB heitir fullu nafni John Bradley Holmes og fæddist hann 28. apríl 1982 í Cambellsville, Kentucky og er því 33 ára.  Hann byrjaði að spila með golfliði Taylor County High School í Campbellsville þegar hann var í 3. bekk. Hann þjáðist af mildri lesblindu þegar hann var í skóla. Æskuvinur Holmes, Brandon Parsons, er kylfusveinn Holmes.  Meðan Holmes var enn í menntaskóla var hann byrjaður að spila á Pepsi Junior Golf Tour. Hann var í University of Kentucky í  Lexington, sem hann hjálpaði að vinna SEC Title meðan hann var þar og eins var Holmes í Walker Cup liði Bandaríkjanna 2005 áður en hann gerðist atvinnumaður árið eftir.

Atvinnumannsferillinn

Holmes sigraði í úrtökumóti fyrir  PGA Tour (þ.e. PGA Tour Qualifying Tournament) árið 2005.  Hann varð T-10 í fyrsta PGA Tour móti sem hann tók þátt í en það var Sony Open í Hawaii 2006 og í febrúar þetta sama ár sigraði hann í FBR Open, en þar með varð hann sá kylfingur sem var fljótastur að ná $1 milljón dollara markinu í verðlaunafé á PGA Tour.  Þetta var 5. mótið hans sem atvinnumaður og 4. mótið á PGA Tour.

Eftir sigurinn var Holmes lengi ekki í neinu formi og var svo til ársins 2007, þegar honum tókst tvívegis að verða meðal efstu 10 í móti og í lok þessa árs var Holmes í 118. sæti á peningalistanum.

Þann 3. febrúar 2008 sigraði Holmes enn og aftur FBR Open, en það var 2. sigur hans á Evrópumótaröðinni.  Holmes hóf mótið með 4 högga forskot en fyrir lokaholuna var hann 1 höggi á eftir Phil Mickelson. Holmes náði fugli á 18. og knúði þar með fram bráðabana sem hann vann síðan Mickelson í á 1. holu bráðabanans (sem var 18. holan) en honum tókst að setja niður 2 metra fuglapútt eftir 359 yarda dræv.  Með þessum sigri komst Holmes í 62. sætið á heimslistnaum.  Árið 2008 náði Holmes öðrum hápunkti á heimslistanum þegar hann komst í 42. sætið á heimslistanum,

Sem stendur er Holmes í 41 . sæti á heimslistanum, en sú sætaröð kynni að breytast standi Holmes uppi sem sigurvegari á Cadillac heimsmótinu á morgun.

Kynnast má Holmes nánar á heimasíðu hans sem sjá má með því að SMELLA HÉR: