Hver er kylfingurinn: James Hahn?
James Hahn sigraði s.l. sunnudag í 2. sinn á PGA mótaröðinni bandarísku, þ.e. á Wells Fargo Championship, sem venju skv. fer fram í Quail Hollow í Norður-Karólínu.
Hitt mótið sem vann Hahn er Northern Trust Open, sem leikið er í heimaríki hans Kaliforníu, þ.e. í Riviera golfklúbbnum í Pacific Palisades, í Kaliforníu. Sigurinn vannst í febrúar 2015.
Hahn hefir því sigrað tvívegis á PGA Tour.
En hver er James Hahn?

James Hahn
James Hahn fæddist 2. nóvember 1981 í Seoul, Suður-Kóreu og er því 34 ára .
Hann var í bandaríska háskólagolfinu og spilaði golf með golfliði University of California, Berkeley og þekkti Riviera völlinn, þar sem hann vann fyrsta PGA Tour sigur sinn, eins og handarbakið á sér.
Hahn gerðist atvinnumaður í golfi eftir útskrift árið 2003. Hann spilaði á kanadísku mótaröðinni, kóreönsku mótaröðinni og Gateway Tour áður en hann komst á undanfara Web.com túrsins þ.e. Nationwide Tour árið 2010.
Hann var nr. 29. á peningalista Nationwide Tour á nýliðaári sínu eftir að hann verið 5 sinnum meðal efstu 10 í mótum.
Þann 4. júní 2012 vann hann fyrsta sigur sinn á Nationwide Tour þ.e. Rex Hospital Open en sá sigur vannst eftir bráðabana við Scott Parel, s.s. frægt er en hann var inn á í 2 höggum á úrslita par-5 holunni vegna þess eins og hann sagði hann var alveg að missa af flugi.
Hann náði fluginu til Kaliforníu til þess að geta spilað í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska risamótið daginn eftir.
Hahn vann bæði mótið og komst síðan á Opna bandaríska 2012.

James Hahn fagnar Gangnam Style á Waste Management Phoenix Open í febrúar 2013
Hahn vakti athylgi á sér á Waste Management Phoenix Open mótinu 2013 þegar hann fagnaði fugli í „Gangnam Style“ – Sjá með því að SMELLA HÉR:
Af mörgu er að taka í glæsilegum ferli Hahn, en mjög eftirminnilegur er albatrossinn sem hann fékk á Sony Open, 2014 – Sjá með því að SMELLA HÉR:
Nú er annar PGA Tour sigurinn hjá Hahn í höfn!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
