Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2015 | 12:00

Hver er kylfingurinn: James Hahn?

James Hahn sigraði í gær í 1 sinn á PGA mótaröðinni bandarísku, þ.e. á Northern Trust Open í Riviera golfklúbbnum í Pacific Palisades, í Kaliforníu, heimaríki sínu.

En hver er James Hahn?

James Hahn fæddist 2. nóvember 1981 í Seoul, Suður-Kóreu og er því 33 ára .

Hann var í bandaríska háskólagolfinu og spilaði golf með golfliði University of California, Berkeley og þekkir Riviera völlinn eins og handarbakið á sér.

Hahn gerðist atvinnumaður í golfi eftir útskrift árið 2003.  Hann spilaði á kanadísku mótaröðinni, kóreönsku mótaröðinni og Gateway Tour áður en hann komst á undanfara Web.com túrsins þ.e. Nationwide Tour árið 2010.

Hann var nr. 29. á peningalista Nationwide Tour á nýliðaári sínu eftir að hann verið 5 sinnum meðal efstu 10 í mótum.

Þann 4. júní 2012 vann hann fyrsta sigur sinn á Nationwide Tour þ.e. Rex Hospital Open en sá sigur vannst eftir bráðabana við  Scott Parel, s.s. frægt er en hann var inn á í 2 höggum á úrslita par-5 holunni vegna þess eins og hann sagði hann var alveg að missa af flugi.

Hann náði fluginu til Kaliforníu til þess að geta spilað í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska risamótið daginn eftir.

Hahn vann bæði mótið og komst síðan á Opna bandaríska 2012.

Hahn vakti athylgi á sér á Waste Management Phoenix Open mótinu 2013 þegar hann fagnaði fugli í „Gangnam Style“ – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Af mörgu er að taka í glæsilegum ferli Hahn, en mjög eftirminnilegur er albatrossinn sem hann fékk á Sony Open í fyrra, 2014 – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Nú er fyrsti PGA Tour sigurinn hjá Hahn í höfn og fær hann fyrir það að spila í fyrsta sinn á The Masters risamótinu í apríl n.k. og taka þátt í Tournament of Champions 2016.