Hver er kylfingurinn: Inbee Park?
Suður-Kóreanski kylfingurinn Inbee Park sigraði í gær á Fubon LPGA Taiwan Championship, sem fram fór í Miramar G&CC í Tapei, Taíwan. Þetta var 3. sigur Park á LPGA mótaröðinni árið 2014.
Hver er þessi kylfingur frá Suður-Kóreu?
Inbee fæddist í Seúl í Suður-kóreu 12. júlí 1988 og er því 26 ára. Hún byrjaði að spila golf 10 ára. Eftir að hún fluttist til Bandaríkjanna sigraði hún í 9 mótum AJGA (stytting á American Junior Golf Association). Svo varð hún í 2. sæti á US Women´s Amateur. Hún sigraði US Girls Junior 2002 (14 ára) og varð í 2. sæti bæði 2003 og 2005.
Inbee var boðið á Kraft Nabisco risamótið í boði styrktaraðila meðan hún var enn áhugamaður á árunum 2004-2006 og tók þar að auki 3 sinnum þátt í LPGA Takefuji Classic og varð 2var meðal 10 efstu.
Inbee Park
Árin sem atvinnumaður
2006
Árið 2006 gerðist Inbee Park atvinnumaður. Eftir útskrift frá Bishop Gorman High School í Las Vegas, Nevada, bað Park um undanþágu til að mega spila á LPGA 17 ára en reglur LPGA kveða á um að keppandi verði a.m.k. að vera orðin 18 til að mega keppa. LPGA synjaði beiðni Park, þannig að hún skráði sig í University of Nevada, Las Vegas þar sem hún býr en hætti fljótlega og hóf ferilinn á Duramed Futures Tour þar sem aldursmörkin eru 17 ára. Árið 2006 varð hún 11 sinnum meðal 10 efstu á mótum Futures Tour. Hún varð nr. 3 á peningalistanum og hlaut keppnisrétt á LPGA fyrir keppnistímabilið 2007.
2007
Á nýliðaári sínu á LPGA varð Inbee Park 4. á U.S. Women’s Open og T-2 á Safeway Classic.Hún varð nr. 37. á peningalistanum og sú 4. besta af nýliðum þess árs.
2008
Þann 29. júní 2008 sigraði Inbee á US Women´s Open í Interlachen Country Club í Edina, Minnesota og var það fyrsti sigur hennar á LPGA…. og ekkert smá sigur svona í fyrsta sinn …. fyrsti sigur hennar var sigur á risamóti. Hún var aðeins 19 ára þá og fór í sögubækurnar, fyrir að vera sú yngsta til að sigra mótið. Sigurskorið var 72-69-71-71 samtals 9 undir pari og þar með vann hún Helen Alfredsson frá Svíþjóð með 4 höggum.
2009
Eftir alla velgengnina 2008 átti Inbee erfitt 2009 og varð aðeins 4 sinnum meðal efstu 10 og varð í 50. sæti á opinberum peningalista LPGA.
2010 og 2011
Þessi ár voru ágætis ár á ferli Park sem atvinnumanns. Árið 2010 var hún t.a.m. með 10 efstu í öllum 4 risamótunum, vann tvívegis í Japan og var í 12. sæti Rolex-heimslistans.
2012
Árið 2012 sigraði hún loks í móti og aftur engu smámóti heldur sjálfu Evían Masters í Frakklandi þ.e. 29. júlí 2012. Þar áður í júní var hún í hörku-4-stúlkna umspili á Manulife Financial Classic, en þar var það Brittany Lang sem hafði sigur. Það var því komið að Inbee að vinna aftur!
2013
Segja má að þetta hafi verið hápunkturinn á ferli Inbee til þessa en hún sigraði m.a. í 3 fyrstu risamótum ársins í kvennagolfinu og hafði tækifæri á Grand Slami, sem síðan varð ekkert úr – en þetta er engu að síður stórglæsilegt hjá Inbee. Inbee sigraði á eftirfarandi risamótum kvennagolfsins: Kraft Nabisco (7. apríl 2013); LPGA Championship (9. júní 2013) og US Women´s Open (30. júní 2013). Að sigrað í 3 risamótum sama árið hafði einungis Babe Zaharias tekist 1950 þegar hún vann öll 3 risamót kvennagolfsins það ár. Auk þess sigraði Inbee í 3 öðrum mótum á LPGA og því 6 LPGA mót á sama ári. Hún var nr. 1 á Rolex-heimslistanum það árið!
2014
Þann 2. nóvember 2014 sigraði Inbee á á Fubon LPGA Taiwan Championship, sem fram fór í Miramar G&CC í Tapei, Taíwan. Þetta var s.s. fyrr segir 3. sigur hennar á LPGA á árinu 2014, en fyrr um árið sigraði Inbee líka (9. mars 2013) á Mission Hills World Ladies Championship sem var hluti af Evrópumótaröð kvenna. Hún sigraði einnig í liðakeppnishluta mótsins með löndu sinni So-Yeon Ryu. LPGA mótin sem Inbee sigraði á voru 1. Manulife Financial LPGA Classic (8. júní 2014) en þar átti Inbee 3 högg á Cristie Kerr og síðan sigraði Inbee líka 2. í 5. risamóti sínu þ.e. varði titil sinn á LPGA Championship (17. ágúst 2014) en þar varð hún að hafa fyrir hlutunum, þar sem hún lenti í bráðabana við Brittany Lincicome, sem hún hafði þó betur gegn!
Þegar þetta er ritað (3. nóvember 2014) er Inbee Park alls búin að sigra í alls 19 mótum á ferli sínum sem atvinnumaður í golfi; þ.e.. 12 mótum á LPGA, 1 móti á Evrópumótaröð kvenna (LET), 4 á japanska LPGA auk 2 annarra og síðan í 5 risamótum kvennagolfsins.
Inbee Park stendur svo sannarlega undir nafni að vera nr. 1 á Rolex-heimslista kvennagolfsins!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024



