Hver er kylfingurinn: IK Kim?
IK Kim sigraði nú um helgina ISPS HANDA European Ladies Masters í Buckinghamshire golfklúbbnum í Englandi. In-Kyung „I. K.“ Kim fæddist 13. júní 1988 í Suður-Kóreu og er því 26 ára.

IK Kim
Kim var í golflandsliði Kóreu 2003 og 2004 og vann 3 mót á International Junior Golf tour. Árið 2005, spilaði Kim á mótum bandaríska golfsambandisns fyrir unglina (the American Junior Golf Association (AJGA)), þar sem hún sigraði á Hargray Junior Classic. Árið 2005 vann Kim líka U.S. Girls’ Junior og var í efsta sæti á U.S. Women’s Amateur.

IK Kim
Atvinnumennskan
Kim varð jöfn annari í 1. sæti á LPGA Final Qualifying Tournament í Flórida í desember 2006 og ávann sér full spilaréttindi á LPGA árið 2007, þá enn áhugamaður. Hún gerðist atvinnumaður strax eftir 1. mót sitt á mótaröðinni.
Á fyrsta ári sínu á LPGA var Kim 4 sinnum eðal efstu 10 á LPga þ.á.m var hún fimm sinnum meðal efstu 5. Árið 2008 var Kim með 7 topp-10 árangra og krækti sér í fyrsta sigur sinn á Longs Drugs Challenge.
Í júní 2009 vann hún 2. mótið sitt, átti 1 högg á löndu sína Se Ri Pak þegar hún sigraði á LPGA State Farm Classic in Illinois. Í desmber 2009 vann Kim 3. mót sitt; Dubai Ladies Masters á LET.
Kim vann 4. mótið sitt og 3. titil sinn áLPGA árið 2010 þegar hún sigraði á Lorena Ochoa Invitational. Daginn eftir að hún sigraði tilkynnti hún að hún hefði gefið vinningsfé sitt $220,000 til góðgerðarmála; helminginn til Lorena Ochoa stofnunarinnar, sem fjármagnar uppbyggingu skóla í Mexíkó og hinn helminginn til bandarískra góðgerðarsamtaka. Gjöf IK var næstum 20% af öllum sigurlaunum IK Kim árið 2010.
Árið 2010 var IK Kim valin nýliði ársins á LET. Kim hlaut spilarétt á LET eftir sigur sinn á Dubai Ladies Masters í deember 2009. Árið 2010 vann Kim€193,154.69 í 4LET mótum og var 3 sinnum emða efstu 10.
Sem stendur er fyrrum PGA kylfusveinninn Michael Dunsmore á pokanum hjá Kim. Snemma árs 2010,keypti Kim hús Rancho Santa Fe, Kaliforníu, í úthverfi San Diego. Kim æfir sig á Fairbanks Ranch Country Club, þar sem hún er heiðursfélagi.
Á lokadegi Kraft Nabisco Championship, árið átti Kim 1/2 meters pútt á 18. flöt til þess að innsigla fyrsta risamótssigur sinn, en púttið fór á einhvern ótrúlegan hátt framhjá. þannig að Kim þurfti í bráðabana við Sun-Young Yoo, sem Yoo vann.
En nú er IK KIm aftur í sigurgírnum og vann eins og sagði í upphafi flottan sigur á ISPS HANDA European Ladies Masters 2014.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
