Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2017 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Hudson Swafford?

Hudson Swafford er nafn sem er e.t.v. ekki með því þekktasta á PGA Tour.

Hver er eiginlega þessi kylfingur sem sigraði í fyrsta skipti á PGA Tour í gær, 22. janúar 2017 á Career Builders Challenge?

Hudson Swafford fæddist í Lakeland, Flórída 9. september 1987 og er sonur David og Jean Swafford.  Hann verður því 30 ára í haust.

Hann útskrifaðist frá Maclay High School, í Tallahassee, Floridaspilaði og spilaði síðan í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of Georgia, þar sem hann hlaut BS gráðu í hagfræði, 2011 og gerðist eftir það atvinnumaður í golfi.

Frá árinu 2012 hefir hann spilað  á Nationawide Tour og sigraði í fyrsta sinn á   Stadion Classic í UGA  6. maí með vallarmet upp á 62 högg á lokahringnum.

Swafford var 1 höggi á eftir Luke List fyrir lokahringinn en setti niður glæsihögg úr glompu fyrir fugli meðan List fékk skolla og gaf frá sér sigurinn.  Swafford gjörþekkti völlinn því það var heimavöllur hans á háskólaárunum.

Swafford er félagi í the Gridiron Secret Society.

Hann tók þátt í Web.com Tour Finals árið 2013 og varð í 21. sæti og ávann sér þannig kortið sitt fyrir keppnistímabilið 2014.

Hudson er kvæntur Katherine Wainwright Brandon.