Hver er kylfingurinn: Hideki Matsuyama?
Hideki Matsuyama er í golffréttum í dag vegna þess að hann vann glæsilega 1. PGA Tour titil sinn í gær á The Memorial, móti Jack Nicklaus á golfvelli Muirfield Village, í Dublin, Ohio.
Hver er þessi japanski kylfingur?
Hideki Matsuyama (松山 英樹 ) fæddist 25. febrúar 1992 Í Ehime, Japan og er því aðeins 22 ára. Hann var við nám frá árinu 2010 við Tohoku Fukushi University í Sendai. Aðeins 18 ára vann Matsuyama Asian Amateur Championship, árið 2010, með skor upp á 68-69-65-67=269. sem veitti honum þátttökurétt í The Masters risamótinu árið 2011, en hann var fyrsti japanski áhugamaðurinn til þess að keppa í mótinu. Á The Masters stóð Matsuyama sig best allra áhugamanna og vann silfurbikarinn, sem veittur en þeim áhugamanni, sem er með lægsta skorið. Hann var jafnframt eini áhugamaðurinn í The Masters 2011 til þess að komast í gegnum niðurskurð.
Aðeins viku eftir Masters ævintýrið varð Matsuyama jafn öðrum í 3. sæti á Japan Open Golf Championship, sem er mót á japönsku mótaröðinni.
Árið 2011 vann Matsuyama gullmedalíuna í heimsmóti háskóla (ens, World University Games). Hann var líka í liði Japana sem tók gullið í liðakeppni mótsins. Í október 2011 varði Matsuyama titil sinn á Asian Amateur Championship. I nóvember 2011 vann Matsuyama Mitsui Sumitomo VISA Taiheiyo Masters sem er mót á japönsku mótaröðinni og það gerði hann meðan hann var enn áhugamaður.
Í ágúst 2012 varð Matsuyama nr. 1 á heimslista áhugamanna

Matsuyama, 21, árs, þegar hann sigraði á Tsuruya Open, fyrsta mótið sem hann vann sem atvinnumaður í golfi
Matsuyama gerðist síðan atvinnumaður í golfi í apríl 2013 og vann 2. mótið sitt á japönsku mótaröðinni þ.e. Tsuruya Open. Fimm vikum síðan vann hann 3. titilinn á sömu mótaröð the Diamond Cup Golf tournament. Eftir að Matsuyama varð meðal efstu 10 á Opna bandaríska risamótinu í fyrra komst hann í 1. sinn meðal topp-50 á heimslistanum. Hann vann síðan 4. titil sinn á japönsku mótaröðinni í september 2013 þ.e. Fujisankei Classic. Hann lauk árinu í fyrra enn með sigri, það sínum 5. á japönsku mótaröðinni í árslok 2013 á the Casio World Open. Þessi sigur gulltryggði Matsuyama þann heiður að verða fyrsti nýliðinn til þess að vera í 1. sæti á peningalista japönsku mótaraðarinnar.
Matsuyama var með áætlun um að keppa á bandaríska PGA Tour og vinna sér inn kortið sitt með því að vinna sér inn nógu mikið verðlaunafé á þeim takmörkuðu mótum sem hann hafði spilarétt í. Í aðeins 7 PGA Tour mótum hefir Matsuyama 6 sinnum verið meðal efstu 25 þ.á.m. varð hann T-6 á Opna breska 2013.
Með sigri sínum á Memorial Tournament í gær hefir Matsuyama tekist ætlunarverk sitt; hann er orðinn fullgildur félagi á PGA Tour, búinn að vinna sér inn kortið sitt eftirsótta, eftir að hafa sigrað Kevin Na í bráðabana.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

