Hver er kylfingurinn: Haru Nomura?
Harukyo (Haru) Nomura (á japönsku: 野村敏京; á kóreönsku: 문민경) er fædd 25. nóvember 1992 og því 23 ára.

Haru Normura
Haru á kóreanska móður og japanskan föður og fluttist til S-Kóreu 5 ára og bjó í Seúl þar til hún útskrifaðist frá Myongji High School. Árið 2011 kaus hún sér japanskan ríkisborgararétt.
Haru byrjaði að spila golf 11 ´ra og 2007 sigraði hún Japan Junior Golf Championship fyrir stelpur 12–14 ára.
Haru var besti áhugamaðurinn á Japan Women’s Open árið 2009, þá aðeins 16 ára. Hún gerðist atvinnumaður 2010 eftir að hafa komist á LPGA Tour í fyrstu tilraun sinni. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Haru með því að SMELLA HÉR:
Hún lauk keppni í 39. sæti á úrtökumóti LPGA og hlaut takmarkaðan spilarétt. Hún komst á US Women´s Open 2011 eftir að hafa tekið þátt í öðru úrtökumóti.
Fyrsti sigur Haru sem atvinnumanns í golfi kom á LPGA Futures Tour í apríl 2011 á Daytona Beach Invitational. Hann fylgdi þessum sigri eftir með sigri á Japan Tour í maí 2011 og þriðji sigur hennar á LPGA of Korea Tour kom 2015.
Árið 2013 varð Haru í 2. sæti á Mizuno Classic á LPGA Tour.
Þann 21. febrúar 2016 sigraði Haru í fyrsta sinn á LPGA þegar hún sigraði á ISPS Handa Women’s Australian Open, ten það var fyrsti japanski sigurinn á LPGA Tour frá því að Mika Miyazato sigraði á Safeway Classic árið 2012. Með sigrinum færðist Hauru úr 67. sætinu á Rolex-heimslista kvenna (ens. Women’s World Golf Rankings) í 50. sætið og í 2. sætið á peningalista LPGA Tour.
Í gær vann hún síðan 2. sigur sinn á LPGA Tour þ.e. á Swinging Skirts LPGA Classic í San Francisco.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
