
Hver er kylfingurinn: Greg Chalmers?
Greg Chalmers sigraði glæsilega á Australian PGA Championship s.l. helgi og helgina þar áður sigraði hann á Opna ástralska. Nú í desember mun hann reyna að vinna Australian Masters og taka þar með áströlsku þrennuna. En hver er þessi klári, kylfingur, sem svo lítið hefir borið á hérna megin hnattar?
Greg J. Chalmers fæddist í Sydney 11. október 1973 í Sydney, Ástralíu og er því 38 ára og á sama afmælisdag og á því sama afmælisdag og t.d. Michelle Wie og Heiða Guðna og fleiri frægir kylfingar, en 11. október virðist vera mikill afmælisdagur góðra kylfinga.
Árið 1993 sigraði hann á Australian Amateur og árið 1994 vann hann French Amateur. Chalmers gerðist atvinnumaður í golfi 1995 og vann m.a. 4 sinnum í Ástralíu næstu ár, þ.á.m. Opna ástralska árið 1998. Í Evrópu sigraði hann Challenge Tour Championship á Áskorendamótaröðinni 1997 og varð í 25. sæti á Order of Merit Evróputúrsins 1998. Sama ár varð hann í 4. sæti á Q-school PGA og hlaut þar með kortið sitt fyrir keppnistímabilið 1999.
Besti árangur Chalmer á PGA Tour er 2. sætið árið 2000 á Kemper Insurance Open og 2. sætið 2009 á Buick Open. Vegna slaks tímabils 2004 missti hann kortið sitt á PGA en vann árið 2005 Albertsons Boise Open á Nationwide Tour og komst aftur á PGA, 2006. Árið 2006 var Chalmers erfitt og hann komst aðeins 8 sinnum í gegnum niðurskurð og náði ekki að endurnýja kortið og spilaði á Nationwide Tour 2007 og 2008.
Greg Chalmers varð í 8. sæti á peningalistanum 2008 og fékk aftur kortið sitt á PGA fyrir keppnistímabilið 2009. Chalmers hefir síðan haldið korti sínu á PGA.
Eftir sigra sína á Australian PGA Championship og Opna ástralska í nóvember 2011 hækkaði Greg Norman á heimslistanum og er nú í 63. sæti.
Heimild: Wikipedia
- júní. 7. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía M. Jónsdóttir – 7. júní 2023
- maí. 19. 2023 | 19:00 GKS: GA tekur við rekstri Siglo Golf
- maí. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingjaldur Valdimarsson – 19. maí 2023
- apríl. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórey Petra ——– 18. apríl 2023
- apríl. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2023
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1