Hver er kylfingurinn: Graeme McDowell? (1/7)
Flestir þekkja Graeme McDowell MBE, sem einnig er oft nefndur GMac til styttingar í golffréttum. Hann sigraði nú í dag, 16. nóvember 2015 á OHL Classic at Mayakoba í Mexíkó. Þetta er 3. sigur hans á PGA mótaröðinni og 14 sigurinn á ferlinum, en hann hefir líka sigrað 10 sinnum á Evrópumótaröðinni og 1 sinni á Asíutúrnum. Eins hefir hann tekið þátt í heimsbikarnum f.h. Írlands og verið í Ryder bikars liði Evrópu þrívegis. Hann hefir líka verið á topp-10 á heimslistanum en hæst hefir hann komist í 4. sætið í mars 2011.
Hér fer nú af stað 7 greina, greinaröð um GMac til heiðurs 3. sigrinum á PGA mótaröðinni.
McDowell er fæddur 30. júlí 1979 í Portrush á Norður-Írlandi og hann hefir spilað í Rathmore golfklúbbnum frá því hann var 8 eða 9 ára gamall. Frændi hans Uel Loughery var þjálfari hans þegar hann var yngri.
Hann var þegar farinn að spila í með afreksmönnum 14 ára í Rathmore. Hann var í Coleraine Academical Institution og nam síðan verkfræði íQueen’s University í Belfast, en þaðan flutti hann sig yfir til the University of Alabama at Birmingham, þar sem hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu. Með háskólaliði sínu The Blazers vann GMac 6 af 12 mótum og hlaut Haskins Award, sem veitt er besta kylfingnum í bandaríska háskólagolfinu. GMac var einnig í liði Breta&Íra sem vann Walker Cup 2001 á Sea Island í Georgia.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
