Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2011 | 22:00

Hver er kylfingurinn Felicity Johnson?

Felicity sigraði kannski mörgum að óvörum á Lacoste Open á París International í gær.  Fremur lítt þekktir kvenkylfingar voru búnir að verma efstu sæti alla daga fram að lokadeginum, sem þegar upp er staðið er sá sem skiptir öllu máli.  Kylfingar eins og Stefanie Michl, Diana Luna og Kaisa Ruuttila eru nöfn sem sáust ofarlega á skortöflunni en svo stóð allt í einu Felicity uppi sem sigurvegari.

Hver er þessi rauðhærða, enska stúlka?

Í mjög stuttu máli: Felicity er fædd 26. febrúar 1987 og er því 24 ára. Hún byrjaði að spila golf 5 ára. Hún hætti 16 ára í skóla til þess að geta einbeitt sér að áhugamannsferli sínum í golfi. Í október 2006 gerðist hún atvinnumaður í golfi og er draumurinn að spila á LPGA. Meðal áhugamála Felicity utan golfsins eru að horfa á enska boltann, en hún er mikill stuðningsmaður Aston Villa, henni finnst almennt gaman að horfa á íþróttir og þá sérstaklega Sergio Garcia.

En svo farið sé aðeins yfir feril Felicity í golfinu þá var hún breskur áhugamannameistari 2005, Hún var í sigurliði Breta& Íra í keppninni um Vagliano bikarinn 2005.  Hún vann Spirit International með breska liðinu 2005 og var valin Daily Telegrap Lady Golfer of the Year 2005.

Árið 2008 átti hún frábæran 1. hring á Gautaborg Masters á Lycke golfvellinum, upp á 62 högg (-10 undir pari).  Hún var tvívegis meðal topp 10: T-3 á SAS Ladies Masters í Noregi og T-5  á Randstad Open de France Dames.

Felicity sigraði í fyrra skipti á LET 2009 á Tenerife Ladies Open á Golf Costa Adeje.

Í fyrra, 2010, spilaði hún á 22 mótum á LET og besti árangur hennar það ár var T-12 á Women’s Australian Open. Hún lauk árinu í fyrra nr. 68 á Henderson peningalistanum, með verðlaunafé upp á €  30,161.20 (tæpar 5 milljóni íslenskra króna).  Fyrir 1. sætið í gær á Lacoste Open í París hlaut Felicity tékk upp á € 37.500,- (þ.e. tæpar 6,2 milljónir íslenskra króna).

Heimild: Wikipedia