Dustin Johnson (DJ) Hver er kylfingurinn: Dustin Johnson? (3/3)
Hér fer 3. og síðasti hluti þessarar kynningar á nr. 1 á heimslistanum (Dustin Johnson/ DJ) , sigurvegara Northern Trust mótsins, um síðustu helgi fyrir viku. Hér að neðan er samantekt um það helsta í ferli DJ á árunum 2013-2017 (þ.e. það sem af er ársins 2017):
2013
DJ hóf 2013 keppnistímabilið með því að sigra upphafsmótið Hyundai Tournament of Champions á Hawaii, þar sem einungis sigurvegarar síðasta árs hljóta þátttökurétt hverju sinni. DJ vann með 4 högga mun, þann sem átti titil að verja, Steve Stricker, í móti sem var stytt í 54 holu mót vegna slæmskuveðurs, aðallega sterkra vinda, sem þýddi að ástand vallar varð þannig að ekki var hægt að spila hann. Fyrstu þrír dagar mótsins voru felldir niður og keppendur urðu að spila 36 holur á mánudeginum og síðan 18 aðrar holur á þriðjudeginum. Á þessu móti vann DJ 7. sigur sinn á PGA Tour og 3. sigur sinn í móti sem var stytt í 54 holu mót; sigur á 54 holu móti en álitinn opinber sigur þar sem veitt eru að fullu stig til heimslistans. Í nóvember 2013 sigraði DJ á WGC-HSBC Champions, sem var hluti af 2013–14 PGA Tour keppnistímabilinu.

Dustin Johnson, sigurvegari 1. mótsins á PGA Tour 2013
2014
Þann 31. júlí 2014 tilkynnti DJ að hann myndi taka frí, það sem eftir væri keppnistímabilsins og þar sem hann ætlaði að leita sér sérfræðiaðstoðar vegna „persónulegra erfiðleika.“ Þann 1. ágúst 2014 birtust misvísandi fréttir þar sem reynt var að skýra fréttatilkynningu DJ fyrri daginn. Í Golf Magazine var því haldið fram að DJ hefði verið rekinn af PGA Tour mótaröðinni í 6 mánuði vegna þess að hann hefði greinst jákvæður fyrir neyslu á kókaíni. Í tímaritinu kom fram að þetta hefði verið í 3. sinn sem DJ hefði greinst jákvæður fyrir eiturefnum þ.e. í fyrsta sinn hefði það verið 2009 þar sem hann hefði greinst jákvæður fyrir marijuana og 2012, þar sem hann hefði greinst jákvæður fyrir kókaíni. Forsvarsmenn PGA Tour uppistóðu hins vegar að DJ væri að taka leyfi af eiginn hvötum og hann hefði ekki verið rekinn.
2015
Johnson sneri aftur til keppni á Farmers Insurance Open í febrúar. Það munaði einu höggi að hann næði niðurskurði. Í næstu 2 mótum sem hann spilaði í var hann með 2 topp-5 árangra: hann varð T-4 á AT&T Pebble Beach National Pro-Am og T-2 á Northern Trust Open eftir að hafa tapað á 3. holu bráðabana gegn James Hahn. DJ missti 4 metra pútt fyrir fugli á 3. holu bráðabanans, sem hefði framlengt bráðabanann. Þessi árangur varð samt til þess að DJ varð aftur meðal topp-15 á heimslistanum. Eftir að komast ekki í gegnum niðurskurð á The Honda Classic, sigraði DJ J. B. Holmes með 1 höggi og sigraði á WGC-Cadillac Championship á Trump National Doral í Miami, Flórida. Fyrir sigurinn vann DJ sér inn $1,570,000 og þetta var fyrsti sigur DJ eftir 6 mánaða hléið sem hann tók til þess „að vinna í einkamálum sínum.“ Með sigrinum komst DJ í 7. sætið á heimslistanum. Á Opna breska 2015 var DJ meðal nokkurra annarra kylfinga sem voru í forystu fyrir lokahringinn. Á lokahringnum var DJ með 2 fugla á fyrri 9 en 3 skolla á seinni 9 og jafnframt 1 fugl á 17. holu þannig að hann komst í 1 höggs forystu á Jordan Spieth. DJ sló með járni inn á par-5 18. holuna og var 4 metra frá holunni. Hann hins vegar náði ekki að setja niður – arnarpúttið hans fór 1 meter frá holu og svo missti hann líka fuglapúttið fyrir fugli og sigurinn var Spieth.
Johnson var í forystu á Opna breska 2015 á The Old Course eftir 36 holur, en átti tvo hringi upp á 75 högg um helgina og átti ekki sjéns á vinningssæti. Zach Johnson sigraði í mótinu eftir bráðabana.

Dustin ásamt konu sinni Paulinu með sigurbikar í Opna bandaríska 2016
2016
Johnson hóf 2016 keppnistímabilið vel með 6 topp-10 áröngrum í fyrstu 10 mótum sínum. Eftir 2 niðurstöður utan topp 10, var hann nálægt því að sigra á Memorial Tournament, var aðeins 1 höggi á eftir sigurvegaranum William McGirt. Hann var með annan topp-10 árangur á FedEx St. Jude Classic viku seinna Johnson sigraði síðan á Opna bandaríska 2016, en þessi fyrsti sigur hans á risamóti kom 19. júní 2016 í 29. skiptið sem hann lék í risamóti. Sigurinn var umvafinn ádeilu þar sem DJ hlaut 1 höggs víti eftir lokahring sinn vegna atviks á 5. flöt. Þegar hann var við að snerta boltann fyrir parpútt þá hreyfðist hann aðeins. DJ sagði að hann hefði ekki slegið í boltann. Eftir að hann talaði við dómara var honum sagt að halda áfram og hann setti púttið niður. Hann lauk keppni í mótinu með 3 högga forystu á Shane Lowry, Scott Piercy og Jim Furyk. Hreyfing boltans hneykslaði marga topp-kylfinga s.s. Jordan Spieth, Rory McIlroy, Rickie Fowler og Webb Simpson sem fóru á félagsmiðlana og gagnrýndu bandaríska golfsamtandið (USGA) fyrir ákvörðun sína. DJ fór í 3. sæti heimslistans eftir þennan sigur.
Þann 9. júlí 2016, staðfesti DJ að hann myndi ekki taka þátt í sumarólympíuleikunum í Brasilíu vegna áhyggna um Zika vírusinn, sem þar var. DJ sigraði síðan á 3. móti sínu árið 2016 þann 11. september 2016, þ.e. í BMW Championship.
DJ var eftstur á peningalistanum á PGA Tour 2016 (og vann sér þar með inn Arnold Palmer Award), hann var með lægsta skorið (og vann sér þar með inn Vardon Trophy og Byron Nelson Award) og vann báða titlana PGA Player of the Year og PGA Tour Player of the Year.
2017 (það sem af er)
Eftir að hefja keppnistímabilið með tveimur topp-10 áröngrum í fyrstu 4 mótum sínum þá sigraði DJ á the Genesis Open í febrúar 2017; átti 2 högg á þá Scott Brown og Thomas Pieters. Með þessum sigri komst hann í 1. sæti heimslistans. Sigur Johnson á Genesis Open festi hann líka í golfsögunni á PGA Tourþar sem hann var einn þriggja kylfinga þ.e. ásamt þeim Tiger Woods og Jack Nicklaus til þess að sigra í öllum 10 keppnistímabilum, sem þeir spiluðu í. Í mars sigraði Johnson won á WGC-Mexico Championship, átti 1 högg á Tommy Fleetwood. Sigurinn var sá 5. þar sem kylfingur vann fyrsta mót sitt eftir að verða nr. 1 á heimslistanum. Þetta var 4. sigur DJ á heimsmóti og það færði hann í 2. sætið yfir þá sem hafa sigrað flesta heimsmótstitla, á eftir Tiger Woods. Þremur vikum síðar hóf DJ keppni ósigraður á WGC-Dell Technologies holukeppnina og vann þá fyrsta holukeppnismót sitt sem heimsmót og 5. heimsmótstitil sinn. Sigurinn þýddi líka að DJ varð fyrsti kylfingurinn til þess að taka alla 4 heimsmótstitlana, en í tilviki DJ voru það 2013 WGC-HSBC Champions, 2015 WGC-Cadillac Championship og 2017 WGC-Mexico Championship (sem gekk áður undir nafninu Cadillac Championship) og 2016 WGC-Bridgestone Invitational, sem og 2017 WGC-Dell Technologies Match Play. Þetta var 3. titill hans í röð á PGA Tour eftir að hafa aðeins spilað í 7 mótum á PGA Tour 2017. DJ dró sig úr Shell Houston Open. Fyrir 2017 Masters risamótið féll DJ niður tröppur eins og frægt er orðið í leiguhýsi sínu í Augusta og hlaut af bakmeiðsli. Hann dró sig úr risamótinu, þar sem flestir höfðu spáð honum sigur.
Einkalíf
Í ágúst 2013, trúlofaðist DJ módelinu og söngkonunni Paulinu Gretzky, dóttur Wayne Gretzky, eftir að þau höfðu verið að deita í 7 mánuði. Paulina fæddi son þeirra Tatum Gretzky Johnson, þann 19. janúar 2015. Í febrúar 2017, tilkynnti Paulina að þau hjónaleysin ættu von á 2. barni sínu og að það yrði annar strákur. Mánudaginn 12. júní 2017 fæddist þeim prinsinn þeirra River Jones Gretzky Johnson, River Jones Johnson, í Cedars-Sinai Medical Center í Los Angeles, Kaliforníu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
