
Kylfingurinn David Toms í nærmynd
David Toms leiðir eftir 1. hring á Humana Classic mótinu, sem fram fer nú um helgina 19.-22. janúar 2012 á PGA West, í La Quinta í Kaliforniu. En hver er kylfingurinn?
David Wayne Toms fæddist 4. janúar 1967 í Monroe, í Ouachita, í Louisiana og er því nýrorðinn 45 ára.
Í dag er hann í 31. sæti á heimslistanum yfir bestu kylfinga heims, en var í 175 vikur meðal topp 10 á árunum 2001-2006 og náði m.a. hæst að komast í 5. sæti listans, árin 2002 og 2003.
Toms býr í Shreveport, Caddo Parish, í norðvesturhluta Louisiana.
David er sonur Thomas E. „Buster“ Toms (f. 1946) frá Minden, Webster Parish, í Louisiana.
David Toms spilaði á yngri árum hafnarbolta í Major League Baseball All-Star Albert Belle, áður en hann sneri sér alfarið að golfinu.
Hann sigraði í aldursflokknum 15-17 Boys á Junior World Golf Championships, árið 1984.
Eftir útskrift frá Airline High School í Bossier City, Louisiana var hann í háskólagolfinu í Louisiana State University, í Baton Rouge áður en hann gerðist atvinnumaður í golfi. Hann hefir spilað á PGA túrnum í 19 ár eða frá árinu 1992.
Á þeim árum hefir honum m.a. tekist að sigra einu sinni í risamóti, þ.e. í PGA meistaramótinu árið 2001, í Atlanta Athletic Club og eins er hann með 12 sigra í beltinu á PGA mótaröðinni.
Sigurskorið hans samtals 265 högg (meðaltal 66,25 högg á hring) á PGA Championship 2001 er lægsta 72-holu skor, sem náðst hefir og skráð er í risamóti.
Ofangreind grein greinarhöfundar hefir áður birtst á iGolf 4. janúar 2011, en birtist hér uppfærð og að nokkru breytt.
Heimild: Wikipedia
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms ——- 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid