Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2012 | 09:00

Kylfingurinn David Toms í nærmynd

David Toms leiðir eftir 1. hring á Humana Classic mótinu, sem fram fer nú um helgina 19.-22. janúar 2012 á PGA West, í La Quinta í Kaliforniu. En hver er kylfingurinn?

David Wayne Toms fæddist 4. janúar  1967 í Monroe, í Ouachita, í Louisiana og er því nýrorðinn 45 ára.

Í dag er hann í 31. sæti á heimslistanum yfir bestu kylfinga heims, en var í 175 vikur meðal topp 10 á árunum 2001-2006 og náði m.a. hæst að komast í 5. sæti listans, árin 2002 og 2003.

Toms býr í  Shreveport, Caddo Parish, í norðvesturhluta Louisiana.

David er sonur Thomas E. „Buster“ Toms (f. 1946) frá Minden, Webster Parish, í Louisiana.

David Toms spilaði á yngri árum hafnarbolta í Major League Baseball All-Star Albert Belle, áður en hann sneri sér alfarið að golfinu.

Hann sigraði í aldursflokknum 15-17 Boys á  Junior World Golf Championships, árið 1984.

Eftir útskrift frá Airline High School í Bossier City, Louisiana var hann í háskólagolfinu í Louisiana State University, í Baton Rouge áður en hann gerðist atvinnumaður í golfi. Hann hefir spilað á PGA túrnum í 19 ár eða frá árinu 1992.

Á þeim árum hefir honum m.a. tekist að sigra einu sinni í risamóti, þ.e. í PGA meistaramótinu árið 2001, í Atlanta Athletic Club og eins er hann með 12 sigra í beltinu á PGA mótaröðinni.

Sigurskorið hans samtals 265 högg (meðaltal 66,25 högg á hring) á PGA Championship 2001 er lægsta 72-holu skor, sem náðst hefir og skráð er í risamóti.

Ofangreind grein greinarhöfundar hefir áður birtst á iGolf 4. janúar 2011, en birtist hér uppfærð og að nokkru breytt.

Heimild: Wikipedia