Hver er kylfingurinn: David Lipsky?
Bandaríkjamaðurinn David Lipsky sigraði á fyrsta móti sínu á Evrópumótaröðinni s.l. helgi þ.e. Omega Masters mótinu í Crans-sur-Sierre í Sviss.
Þetta er kylfingur sem fæstir kannast við – einn af mörgum ungum bandarískum kylfingum, sem kjósa það að öðlast reynslu í Evrópu og hafa sýnt áhuga á að spila hér.

Lipsky í Crans Montana í Sviss.
En hver er Lipsky?
David Lipsky fæddist 14. júlí 1988 í Los Angeles, Kaliforníu og er því 26 ára. Hann lék golf í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Northwestern, þar sem hann var All-American og sigraði m.a. á the Big Ten individual championship 2010 og var með meðaltalshöggafjölda upp á 72.97 , sem er sá 4. besti í sögu skólans á eftir Luke Donald, Tom Johnson og Jess Daley. Lipsky gerðist atvinnumaður í golfi þegar eftir útskrift frá háskóla 2011 og hefir síðan þá sigrað í tveimur atvinnumannamótum: Handa Faldo Cambodian Classic árið 2012 og nú the 2014 Omega European Masters.
Lipsky er Gyðingur, sonur Aaron Lipsky og Yon Suk Lipsky, sem er frá Kóreu. Foreldrarnir kenndu David golf þegar hann var 10 ára.
Lipsky býr í La Cañada Flintridge, Kaliforniu, og menntaskóli hans var La Cañada High School, þaðan sem hann útskrifaðist með 4.0 (þ.e. 10) í meðaleinkunn. Lipsky sigraði m.a. á Ashworth Postseason á Mission Hills 2003, The Junior Tour Championship 2004 og spilaði á PGA West, og the Rio Hondo High School League Tournament árin 2004 og 2005. Hann var tilnefndur i Los Angeles all-Southern Section árin 2004–06, og var MVP í Rio Hondo League árin 2004 og 2005, og First-team all-Los Angeles Area árið 2005, Lipsky átti sem sagt farsælan golfferil í menntaskóla þaðan sem hann útskrifaðist 2006.

David Lipsky
Háskólaárin
Lipsky stundaði nám og spilaði svo sem fyrr segir með golfliði Northwestern University, þar sem hann hlaut skólastyrk að hluta. Aðalfög hans voru stjórnmálafræði og saga. Lipsky gegndi líka kaddýstörfum með námi.
Keppnistímabilið 2007–08 varð hann í 1. sæti í einstaklingskeppninni í Notre Dame Invitational og sigraði í Jacksonville Dual Match með skor upp á 68.. Hann var með meðaltalshöggafjölda upp á 74.47 stroke average. Keppnistímabilið 2008–09, var Lipsky All-Big Ten second-team, Golf Coaches Association of America (GCAA) PING All-Region, og Academic All-Big Ten.
Keppnistímabilið 2009–10 sigraði hann í 2010 Big Ten individual championship á samtals 3 undir pari, 281 höggum. Hann komst í All-Big Ten first-team, GCAA PING All-Midwest Region og All-Academic Big Ten. Þarna var Lipsky kominn með meðaltalshöggafjölda upp á 71.88 sem var sá 6. besti í sögu skólans.
Lokaárið sitt í háskóla 2010–11, jafnaði hann besta skor skólans þ.e. metskor Luke Donald á UNCG Bridgestone Golf Collegiate þegar hann átti skor upp á 68-68-66 og var samtals á 14 undir pari 202 höggum, Lipsky hlaut heiðursviðurkenninguna All-American, GCAA PING All-America honorable mention, All-Big Ten first team, GCAA PING All-Region, Big Ten All-Championships Team, og Academic All-Big Ten. Hann var með 72.02 högga meðaltal yfir allt keppnistímabilið, sem var það 7. besta í sögu skólans og var á meðalhöggfjölda upp á 72.97 öll 4 ár sín í skólanum, sem er sá 4. besti í sögu skólans eins og áður segir á eftir Luke Donald, Tom Johnson, and Jess Daley.
Lipsky gerðist atvinnumaður í golfi 2011 eftir útskrift.

David Lipsky
Atvinnumannsferillinn
Lipsky sigraði á Q-school Asíutúrsins í janúar 2012. Hann sigraði strax í 3. móti sínu á mótaröðinni þ.e. Handa Faldo Cambodian Classic 2012 og vann sér inn $47,550 og þátttökurétt á mótaröðinni til ársloka 2014. Hann varð í 11. sæti á peningalista mótaraðarinnar, sem nýliði. Lipsky spilaði hins vegar á Web.com Tour árið 2013.
Í maí 2014,varð Lipsky í 2. sæti 1 höggi á eftir Felipe Aguilar frá Chile í The Championship at Laguna National, sem var sameiginlegt mót Asíumótaraðarinnar og Evrópumótaraðarinnar. Og nú s.l. helgi (7. september 2014) vann Lipsky stærsta sigur sinn til þess Omega Masters í Crans-sur-Sierre í Sviss á Evrópumótaröðinni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
