Hver er kylfingurinn: Danny Lee? (4/4)
Hér fer svo lokagreinin í þessari 4 greina greinaröð um nýsjálenska kylfinginn Danny Lee.
2012
Lee spilaði þetta árið bæði á PGA Tour og Evróputúrnum með kort og þar með fullan keppnisrétt á báðum mótaröðum. Hann sagði að sig langaði til að spila á báðum mótaröðum en hann myndi aðallega einbeita sér að PGA Tour. Hann náði aðeins 13 sinnum í gegnum niðurskurð á PGA Tour í þeim 26 mótum sem hann tók þátt í og tapaði kortinu sínu. Hann spilaði ekki á Evróputúrnum.
Eftir að hafa gengið vel á Nationwide Tour árinu áður sagði Lee að hann ætlaði að fá Graeme Courts, sem lengi var kylfuberi Loren Roberts til þess að vera á pokanum hjá sér á PGA Tour.
K. J. Choi kynnti Lee jafnframt fyrir öðrum Ástrala Steve Bann, sem hugsanlegan þjálfara. „Ég er mikill vinur KJ Choi og hann sagði mér að ég væri að hugsa of mikið um sveifluna mína.“ sagði Lee m.a. í viðtali frá þessu ári (2012). „Ég var alltaf að vinna í að bæta eitthvað hjá mér og ég er stundum of tæknilegur þannig að KJ kynnti mig fyrir Steve. Steve gerir hlutina á einfaldan hátt og hann kenndi mér að æfa með betri rútínu og hvernig ég gæti treyst eiginn leik og ekki verið að ofhugsa hlutina alltaf.“
2013
Lee spilaði þetta árið 2013 á Web.com Tour in 2013, og varð í 15. sæti á peningalistanum og hlaut því aftur kortið sitt á PGA Tour card fyrir 2014 keppnistímabilið. Besti árangur hans þetta árið var 2. sætið á Rex Hospital Open.
2014
Eftir að hafa 6 sinnum í röð ekki komist í gegnum niðurskurð, tók Lee upp claw pútt gripið fyrir Puerto Rico Open í mars 2014. Þessari breytingu á púttstíl þakkaði hann góðri niðurstöðu sem hann hlaut á mótinu en hann varð í 2. sæti, 2 höggum á eftir sigurvegaranum Chesson Hadley.
2015
Danny Lee sigraði á Greenbriar Classic svo sem öllum er í fersku minni þann 5. júlí 2015. Sigurinn er fyrsti og eini sigur hans á PGA Tour til þessa. Sigurskorið var 13 undir pari, 267 högg (63-69-68-67) en reyndar voru 3 aðrir á því skori þannig að það varð að koma til 4 manna bráðabana þar sem Danny Lee stóð uppi sem sigurvegari (eftir að Robert Streb og Kevin Kisner duttu út – vann Danny einvígi við Kanadamanninn David Hearn.) Danny er ungur og á framtíðina fyrir sér. Eftir aðeins 2 vikur verður hann 25 ára og því nóg af golfi eftir hjá kappanum og við eigum eflaust eftir að sjá hann sigra á fleiri mótum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
