Hver er kylfingurinn: Danny Lee? (2/4)
Hér verður fram haldið með grein um Greenbriar Classic 2015 sigurvegarann Danny Lee frá Nýja-Sjálandi.
Atvinnumennskan
2009:
Það ár 2009 tókst Danny Lee ekki að komast á PGA Tour. Hann varð atvinnumaður eftir þátttöku í The Masters 2009 og gaf þar með á bátinn þátttöku á Opna bandaríska og Opna breska 2009 sem sigurvegari US Amateur Champion 2008.
Í apríl 2009 skrifaði Lee undir 2 ára styrktarsamning við Callaway Golf, og notaði upp frá því Callaway kylfur, bolta og golffatnað fyrirtækisins. Callaway hefir ekki gefið upp hversu mikið það borgaði Lee en sumir heimildarmenn segja að Lee fái $1 milljón á ári fyrir.
Danny Lee hlaut þó þátttökurétt á mót PGA Tour vegna undanþága styrktaraðila sem hann hlaut vegna sigurs síns á US Amateur og Johnnie Walker Classic. Markmið hans var að vinna sér inn $537,958, sem hefði gefið honum tímabundinn þátttökurétt á PGA Tour og hefði veitt honum ótakmarkaðan rétt á að vera með í boði styrktaraðila. Þetta er sú upphæð sem þeir sem voru í 150. sæti á 2008 PGA Tour peningalistanum unnu sér inn.
Lee komst 6 sinnum í gegnum niðurskurð af 11 PGA Tour mótum sem hann tók þátt í þ.á.m. varð hann tvívegis meðal efstu 25. Hann varð T-13 á HP Byron Nelson Championship í maí og bætti besta árangur sinn á PGA Tour með því að verða T-7 á AT&T National í júlí. Með þessum topp-10 árangri vann Lee sér inn þátttökurétt á John Deere Classic, sem þýddi að hann þurfti ekki að nota 2 af þeim boðum styrktaraðila sem hann átti eftir. Með T-7 sigurpeningunum var hann $187,904 frá takmarki sínu. Það munaði 2 höggum að Lee kæmist í gegnum niðurskurð á John Deere Classic eftir að hann fékk skolla á síðustu 2 holurnar. Lee komst heldur ekki í gegnum niðurskurð 3 vikum síðar á the Buick Open.
Í ágúst 2009 varð Lee sá yngsti til þess að spila á World Golf Championship þegar hann tók þátt í WGC-Bridgestone Invitational. Hann varð T51. Hann náði niðurskurði en náði ekki að ljúka leik á Wyndham Championship tveimur vikum síðar. Hann notaði síðustu tvö boðsmót sín og tókst ekki að ná markmiði sínu og fékk því ekki kortið sitt fyrir 2010 keppnistímabilið á PGA Tour.
Lee beindi því athygli sinni að Evróputúrnum og spilaði jafnframt á völdum mótum í Asíu. Hann spilaði í fyrsta móti sínu í Evrópu á Johnnie Walker Championship í Gleneagles þar sem hann varð T10. Í Korea Open sem og í Coca-Cola Tokai Classic í Japan, spilaði hann fyrstu tvo hringina með undrakylfingnum japanska Ryo Ishikawa.
Lee fór því næst í Q-school fyrir PGA Tour í McKinney, Texas þann 20. október 2009. Hann varð að vera í topp 1/3 af þátttakendunum en hringir upp á 72-78-69-76 voru ekki nógu góð frammistaða til þess að hann kæmist á næsta stig Q-school.
Þegar Lee kom aftur til Asíu bar hann fyrir sig sveiflubreytingar, veikindi og kalt veðurfar sem ástæður þessa vonbrigðaárangurs síns í Texas og staðfesti að hann ætlaði aðallega að spila á Evróputúrnum 2010. Hann tilkynnti einnig að hann hefði ráðið Suckki Jang, golfkennara á vegum Hank Haney, sem nýjan þjálfara sinn. Lee spilaði því næst á WGC-HSBC Champions, the Hong Kong Open og var fulltrúi Nýja-Sjálands ásamt David Smail á Omega Mission Hills World Cup, allt með takmörkuðum árangri.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
