Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2018 | 09:00

Hver er kylfingurinn: Chris Paisley?

Chris Paisley sigraði í gær (14. janúar 2018) á BMW SA Open – Hann er ekki þekktasti kylfingurinn á Evrópumótaröðinni og því ekki undarlegt að spurt sé: Hver er kylfingurinn?

Chris Paisley fæddist 28. mars 1986 í Stocksfield, Englandi og er því 31 árs.

Hann er 1,72 á hæð og 73 kg.

Chris ólst upp í golffjölskyldu en pabbi hans og tveir eldri bræður eru spila golf – miðbróðirinn er golfkennari.

Paisley var í bandaríska háskólagolfinu þar sem hann spilaði í 4 ár með skólaliði University of Tennessee og sigraði 2 mót.

Hann spilaði í St Andrews Trophy liðinu, árið 2008, Palmer Cup liðinu árið 2009 og erins í the Walker Cup liðinu árið 2009.

Paisley gerðist atvinnumaður árið 2009.

Í ársbyrjun 2011 var Paisley farinn að spila á Áskorendamótaröð Evrópu og á Alps Tour.

Paisley sigraði árið 2012 í English Challenge. Hann hefir líka sigrað þrívegis á Alps Tour árið 2011.

Árið 2012 komst Paisley fyrst á Evrópumótaröðina vegna góðs gengis á Áskorendamótaröðinni en missti kortið sitt ári síðan, 2013.

Árið eftir þ.e 2014 var Paisley aftur kominnt á Evróputúrinn í gegnum lokaúrtökumót.

Fjórir topp-10 árangrar árið 2016 urðu til þess að hann náði bestum árangri sínum á Evrópumótaröðinni til þessa þ.e. 71. sætinu á stigalista Evróputúrsins – Race to Dubai.

Hann náði korti sínu aftur 2017 þar sem hann var í 2. sæti á the ‘Access List’.

Paisley elskar hunda og í frítíma sínum finnst honum gaman að elda á „stóra græna egginu“ sínu (Kamado grilli).

Paisley hefir líka gefið tilbaka þ.e. til góðgerðarmála en hann er hluti af Birdie 4 Rhinos frumkvöðlastarfseminni.

Í gær sigraði hann eins og sagði í upphafi í fyrsta sinn á Evróputúrnum, þ.e. á BMW SA Open … með eiginkonuna Keri á pokanum … líka í fyrsta sinn!