Hver er kylfingurinn: Chris Paisley?
Chris Paisley sigraði í gær (14. janúar 2018) á BMW SA Open – Hann er ekki þekktasti kylfingurinn á Evrópumótaröðinni og því ekki undarlegt að spurt sé: Hver er kylfingurinn?
Chris Paisley fæddist 28. mars 1986 í Stocksfield, Englandi og er því 31 árs.
Hann er 1,72 á hæð og 73 kg.
Chris ólst upp í golffjölskyldu en pabbi hans og tveir eldri bræður eru spila golf – miðbróðirinn er golfkennari.
Paisley var í bandaríska háskólagolfinu þar sem hann spilaði í 4 ár með skólaliði University of Tennessee og sigraði 2 mót.
Hann spilaði í St Andrews Trophy liðinu, árið 2008, Palmer Cup liðinu árið 2009 og erins í the Walker Cup liðinu árið 2009.
Paisley gerðist atvinnumaður árið 2009.
Í ársbyrjun 2011 var Paisley farinn að spila á Áskorendamótaröð Evrópu og á Alps Tour.
Paisley sigraði árið 2012 í English Challenge. Hann hefir líka sigrað þrívegis á Alps Tour árið 2011.
Árið 2012 komst Paisley fyrst á Evrópumótaröðina vegna góðs gengis á Áskorendamótaröðinni en missti kortið sitt ári síðan, 2013.
Árið eftir þ.e 2014 var Paisley aftur kominnt á Evróputúrinn í gegnum lokaúrtökumót.
Fjórir topp-10 árangrar árið 2016 urðu til þess að hann náði bestum árangri sínum á Evrópumótaröðinni til þessa þ.e. 71. sætinu á stigalista Evróputúrsins – Race to Dubai.
Hann náði korti sínu aftur 2017 þar sem hann var í 2. sæti á the ‘Access List’.
Paisley elskar hunda og í frítíma sínum finnst honum gaman að elda á „stóra græna egginu“ sínu (Kamado grilli).
Paisley hefir líka gefið tilbaka þ.e. til góðgerðarmála en hann er hluti af Birdie 4 Rhinos frumkvöðlastarfseminni.
Í gær sigraði hann eins og sagði í upphafi í fyrsta sinn á Evróputúrnum, þ.e. á BMW SA Open … með eiginkonuna Keri á pokanum … líka í fyrsta sinn!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
