Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2014 | 08:30

Hver er kylfingurinn: Chris Kirk?

Chris Kirk vann í gær 3. sigur sinn á PGA Tour, þegar hann sigraði í 2. móti FedEx Cup umspilsins, Deutsche Bank Championship.  Kirk er nafn sem ekki margir nema kannski allra mestu golfáhugamenn kannast við.  Hver er kylfingurinn?

Chris Kirk fæddist 8. maí 1985 í Atlanta, Georgíu og er því 29 ára.

Þó hann hafi fæðst í Atlanta fluttist hann ungur til Woodstock í Georgíu, þar sem hann ólst upp. Chris lék með golfliði  University of Georgia og var í 1. deild NCAA ásamt þeim Kevin KisnerRichard Scott and Brendon Todd, sem allir gerðust atvinnumenn í golfi.

Chris Kirk

Chris Kirk

Chris Kirk gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 7 árum, eftir útskrift úr háskóla, 22 ára. Hann spilaði í fyrstu á Nationwide Tour (nú Web.com Tour) þ.e. á árunum 2008 til 2010.

Árið 2010 sigraði hann á Fort Smith Classic mótinu og síðan á the Knoxville News Sentinel Open.

Chris Kirk varð í 2. sæti á peningalista Nationwide Tour 2010 og vann sér þannig inn kortið sitt á PGA Tour, sem hann hefir haldið síðan. Snemma árið 2011 varð Kirk í 2. sæti á eftir Phil Mickelson á Shell Houston Open.

Kirk vann fyrsta sigur sinn á PGA Tour árið 2011, fyrsta árið sitt á túrnum en það var, the Viking Classic, sem var í sömu viku og Opna bresku og öll stóru nöfnin því þar. Sigurinn varð til þess að Kirk komst sjálfkrafa á the PGA Championship, þar sem hann varð jafn öðrum í 34. sæti!

Chris Kirk eftir sigurinn á McGladreys Classic 10. nóvember 2013

Chris Kirk eftir sigurinn á McGladreys Classic 10. nóvember 2013

Næsta mót sitt á PGA Tour vann Kirk síðan 10, nóvember 2013, en það var McGladreys Classic. Meðal sigurverðlauna fyrir sigurinn var þátttökuréttur í The Masters risamótinu, en Kirk tók í fyrsta sinn þátt í The Masters nú í ár …. og stóð sig ágætlega, enda Augusta National í heimaríki hans og hluti af forréttindum hans sem félaga í golfliði University of Georgia á háskólaárum sínum að fá að spila völlinn og því þekkti Kirk völlinn vel öfugt við aðra, sem hann spila í 1. sinn. Enda varð hann T-20 í The Masters, sem er ótrúlega góður árangur fyrir mann sem er að keppa í fyrsta sinn á Augusta National.

Nú í gær vann Kirk síðan 2. mót FedEx Cup umspilsins, eins og segir, Deutsche Bank Championship á TPC Boston í Norton, Massachusetts og verður því með í Colorado á 3. mótinu BMW Championship, sem fram fer í Cherry Hills CC, Cherry Hills Village, Colorado.

Chris Kirk er svo sannarlega meðal sterkra bandaríska kylfinga