Hver er kylfingurinn: Cheyenne Woods?
Cheyenne Nicole Woods fæddist í Phoenix, Arizona, 25. júlí 1990 og er dóttir Earl Dennison Woods Jr., sem er hálfbróðir Tiger Woods. Afi hennar, Earl Woods, (pabbi Tiger) var fyrsti þjálfarinn hennar.
Cheyenne spilaði golf með golfliði Xavier College Preparatory og vann tvö ár í röð Arizona 5A State Championships, þ.e. árin 2006 og 2007.
Cheyenne var við nám og spilaði með golfliði Wake Forest University (útskrifaðist 2012) og var liðsfélagi hennar m.a. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, en þær báðar léku undir merkjum Demon Deacons. Cheyenne átti glæstan áhugamannsferil þar sem hún vann meira en 30 mót.
Árið 2009 hlaut Cheyenne undanþágu styrktaraðila til þess að spila í LPGA móti, þ.e. the Wegmans LPGA. Hún komst ekki í gegnum niðurskurð og munaði aðeins 4 höggum i þessari fyrstu tilraun hennar á þessari sterkasti mótaröð heims.
Í april 2011 vann Cheyenne the Atlantic Coast Conference Championship (ACC).
Árið 2012, gerðist Woods atvinnumaður eftir útskrift frá Wake Forest.
Hún hlaut þátttökurétt á U.S. Women’s Open risamótinu 2012, eftir að hún og önnur deildu með sér efsta sætinu í úrtökumóti fyrir þetta eitt vinsælasta risamót kvennagolfsins, og hóf atvinnumannsferil sinn með stæl á enn öðru risamóti: LPGA Championship 2012.
Cheyenne náði fyrsta sigri sínum á atvinnumannsmóti á móti á SunCoast Ladies Series seint í ágúst 2012.
Hún sigraði hins vegar í fyrsta sinn á Evrópumótaröð kvenna í gær, 9. febrúar 2014 á Volvik RACV Ladies Masters, í Queensland, Ástralíu, en mótið telst jafnframt sem sigur á ALPG, þ.e. áströlsku LPGA Fyrir sigurinn hlaut Cheyenne $57.000,- og 2 ára undanþágu á Evrópumótaröð kvenna.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024



