Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2011 | 16:00

Hver er kylfingurinn Catriona Matthew?

Fyrir viku síðan vann skoskur kylfingur, sem sjaldnast hlýtur mikla umfjöllun fyrir golfleik sinn, 4. sigur sinn á LPGA á Lorena Ochoa Invitational í Guadalajara, Mexikó. Hver er kylfingurinn Catriona?

Catriona Matthew með fjölskyldu sinni eftir sigurinn á Opna breska risamótinu.

Catriona Isobel Matthew (fædd Lambert), MBE, fæddist 25. ágúst 1969 í Edinborg í Skotlandi en ólst upp í North Berwick, þaðan sem margir af fremstu kylfingum Skotlands hafa komið í gegnum tíðina. Catriona lærði að spila golfi á barnavellinum á North Berwick West Links. Hún var frábær kylfingur strax á unglings aldri og átti glæsilegan áhugamannaferil, sigraði m.a Scottish Girls champion árið 1986, varð skoskur meistari undir 21 árs í höggleik 1988 og 1989.  Hún varð skoskur meistari 1991, 1993 og 1996 og vann m.a. British Amateur 1993. Hún hefir líka tvívegis unnið St. Rule Trophy á St. Andrews. Catriona átti sæti í Curtis Cup liði Breta & Íra, 1990 og 1994.

Catriona útskrifaðist frá University of Sterling 1992, þar sem hún lærði til endurskoðanda, en skólinn er einn af fáum breskum háskólum sem býður upp á golfskólastyrk.

 

Atvinnumannsferill Catrionu

Catriona Matthew komst á LPGA með því að verða í 5. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LPGA og fékk keppnisrétt að launum í 1 ár, 1995. Hún festi sig fljótlega í sessi á túrnum og bestu ár hennar voru 2001 og 2005, þegar hún varð í 10. sæti á peningalistanum.

Catriona vann sér líka inn keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour) árið 1995 og spilaði í fjölmörgum mótum þeirrar mótaraðar ár hvert. Hún vann fyrsta mót sitt sem atvinnumaður á Holden Women´s Australian Open, árið 1996. Hún sigraði líka 1998 á McDonald´s WPA Championship á LET. Catriona var fyrst í Solheim Cup liði Evrópu árið 1998.og fyrsti varamaður árið 2000 þegar keppt var á Skotlandi. Þegar Helen Alfredson meiddist á úlnlið var hún kölluð til en Alfredson jafnaði sig og Catriona fékk ekki að spila. Umdeilt var þegar hún var ekki valin í Solheim Cup liðið 2002, en fyrirliðinn valdi hana í 2003 liðið og þá sá hún liðinu fyrir sigurpunktinum sem þurfti.  Hún var val fyrirliða 2005 líka en ávann sér rétt í Solheim Cup liðið 2007, 2009 og 2011.

Catriona og Janice Moodie voru lið Skota í heimsmeistaramóti kvenkylfinga 2005 og 2006 og hún var hluti af sigursælu alþjóðaliði, þar sem Annika Sörenstam var fyrirliði í 1. Lexus Cup mótinu.

Catriona sigraði Scandinavian TPC, þar sem Annika var gestgjafi.

Í janúar 2009 vann hún fyrsta HSBC LPGA Brasil Cup, sem var óopinbert mót á vegum LPGA þar sem þátttakendur voru 14 og brasilíska áhugamannamótið. Catriona var þá komin 5 mánuði á leið, en hún gekk þá með Sophie, aðra dóttur sína (innskot: en það er nokkuð sem hún og Luke Donald eiga sameiginlegt – 2. dóttir beggja heitir Sophie).

2. ágúst 2009 sigraði Catriona Matthew Ricoh Women´s British Open, eitt risamóta kvennagolfsins á Royal Lytham & St. Anne. Skor Catrionu var -3 undir pari og þetta var fyrsti sigur hennar á risamóti. Í 2. sæti í mótinu var Karrie Webb. Catriona sigraði 11 vikum eftir fæðingu 2. dóttur hennar. Catriona Matthew er fyrsta konan frá Skotlandi til að vinna risamót.

Eins og áður er komið fram þá sigraði Catriona Matthew einnig 13. nóvember s.l. Lorenu Ochoa Invitational en það er 4. sigur hennar á LPGA.

Graeme og Catriona Matthew, þegar Catriona vann Lorena Ochoa Invitational.

Einkalíf Catrionu

Eiginmaður Catrionu er Graeme Matthew, en hann er jafnframt kaddýinn hennar. Þau eignuðust fyrsta bar sitt í janúar 2007, sem skírð var Katie og svo  aðra dóttur, 16. maí 2009, sem hlaut nafnið Sophie. 

Í júlí 2009 sluppu Catriona og Graeme naumlega út úr hóteli sem brann síðan til kaldra kola í Frakklandi en Catriona var þá að spila á Evian Masters. Graeme brenndist á fótum og gat ekki borið kylfur konu sinnar í tvo hringi.

Catriona Matthew hlaut orðuna  Member of the Order of the British Empire (MBE) á nýrársdag í fyrra, 2010.

Heimild: Wikipedia