
Hver er kylfingurinn: Camilo Villegas? (III. hluti af III)
Atvinnumennskan
Camilo Villegas fylgdi eftir sigri sínum 2008 á BMW Championship með sigri á The Tour Championship. Hann vann Sergio Garcia í umspili, eftir að hafa verið á eftir 5 högg fyrir lokahringinn. Með þessum sigri varð Camilo í 7. sæti á heimslistanum og festi hann í sessi sem „hæst rankaða“ kylfings í Suður-Ameríku. Hann lauk tímabilinu í 7. sæti á peningalista PGA Tour.
Seint á árinu 2008 hóf Villegas að spila á Evrópumótaröðinni og spilaði í fyrsta móti sínu HSBC Champions, sem var fyrsta mót 2009 keppnistímabilsins. En hann hélt sig samt við að spila aðallega í Bandaríkjunum. Hann var sigurlaus 2009 en var 5 sinnum meðal 10 bestu í mótum og varð í 45. sæti á peningalista PGA og á meðal efstu 30 á Race to Dubai peningalista Evrópumótaraðarinnar.
Camillo Villegas var í meira en 30 vikur með topp 10 á heimslistanum frá árinu 2008.
Á Chevron World Challenge 2009 náði Villegas frábærum og sjaldgæfum albatross á 568 yarda par-5 brautinni eftir að slá 262 yarda högg beint ofan í holu.
Í mars 2010 vann Villegas í 3. sinn á PGA Tour, þegar hann sigraði The Honda Classic með 5 högga mun á þann sem næstur kom, Anthony Kim.
Leikstíll
Líkamlegir yfirburðir Villegas gera það að verkum að hann sló boltann að meðaltali 302.1 yards á 2006 keppnistímabilnu. Hann er líka með heimatilbúna aðferð til þess að skoða púttlínur: þegar hann les pútt er hann samsíða jörðinni án þess að snerta hana og teygir vinstra fótlegg aftur meðan hann heldur jafnvægi með hægri fótlegg og pútter til þess að fá betri sýn á hvernig landið liggur. Hann hefir því fengið viðurnefnið „Hombre Araña“ á spænsku (á ísl: Köngulóarmaðurinn) fyrir þennan stíl sinn.
Útbúnaður
Einn helsti styktaraðili Villegas er TaylorMade-adidas og hann auglýsir Burner gerð kylfa. Í Bay Hill Invitational 2011 var eftirfarandi í pokanum hjá Villegas (en það gæti hafa breyst aðeins):
▪ Dræver: TaylorMade Burner SuperFast 2.0 TP (10.5*, 44.75″, beygður 2* opinn)
▪ Brautartré: TaylorMade Burner SuperFast 2.0 TP (3, 5)
▪ Blendingur: TaylorMade Rescue 11 23.5*
▪ Járn: TaylorMade Burner 2.0 (Chrome Finish á kylfuhöfði og snertifleti) Project X 7.0
▪ Wedge-ar: TaylorMade XFT Wedgar (54°, 58°, 62°)
▪ Pútter: TaylorMade Ghost Prototype (Circa 62 #6 Style)
▪ Bolti: TaylorMade Penta TP #7
Heimild: Wikipedia
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Eru Phil og Tiger vinir?
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2021)
- janúar. 16. 2021 | 19:30 DeChambeau forðast að ræða tengsl sín við Trump
- janúar. 16. 2021 | 18:00 Ingi Þór Hermannsson heiðraður á Íþróttahátíð Garðabæjar
- janúar. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2021
- janúar. 16. 2021 | 08:00 PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms — 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!