
Hver er kylfingurinn: Camilo Villegas? (I. hluti af III)
Kólombíski kylfingurinn Camilo Villegas er í uppáhaldi hjá mörgum. Hann þykir meðal kynþokkafyllstu kylfinga á túrnum og hefir m.a setið fyrir nakinn í ESPN Body Issue í frægu „köngulóarstöðu” sinni, sem hann fer í þegar hann skoðar púttlínuna. Hann hefir fremur lítið verið í fréttum á árinu, en virðist farinn að láta á sér kræla aftur. Hver er þessi kólombíski kyntröllskylfingur? Hér verður í III. hlutum fræðst nánar um hver kylfingurinn Villegas er:
Camilo Villegas fæddist 7. janúar 1982, í Medellin, í Kólombíu. Hann byrjaði að spila golf sem barn. Eftir margra ára keppni á barna- og unglingamótum, í Kólombíu 8-15 ára, varð hann fyrsti kylfingurinn í golfsögu Kólombíu til þess að taka Grand Slam áhugamanna í Kólombíu á sama árinu: Hann varð kólombískur meistari unglinga í höggleik og holukeppni og hann varð kólombískur meistari áhugamanna (National Amateur Championship) og sigraði á Colombian Open í flokki áhugamanna. Svo árið 2001 varð hann varð hann 2. kylfingurinn til þess að sigra Colombian Open sem áhugamaður. Hann var valinn kylfingur 10. áratugarins af kólombíska golfsambandinu.
Camillo í bandaríska háskólagolfinu
Camilo fór í University og Flórída í Gainesville á golfskólastyrk, þar sem hann spilaði í golfliði Buddy Alexander Florida Gators í mótum National Collegiate Athletics Association (NCAA) á árunum 2001-2004. Á 1. ári sínu 2001, var Villegas hluti af sigurliði Gators. Á háskólaárum sínum í golfinu var hann valinn nýliði ársins á Southeastern Conference (SEC) 2001 og kylfingur ársins á SEC, 2002 og 2004 og All-American 4 ár í röð (2001, 2002, 2003, 2004). Camilo Villegas útskrifaðist frá University of Florida með BA gráðu í viðskiptafræði. Eftir útskrift hefir Camilo varið miklum tíma á Mark Bostick golfvelli University of Florida, þegar hann dvelur á heimili sínu í Gainesville.
Ýmislegt um Camillo
Camilo var valinn kynþokkafyllsti kylfingur af Golf Digest í júní 2006 og var Tiger jafnvel meðal þeirra sem í kjöri voru (en hann var ótrúlega vinsæll á þeim tíma). Camilo er þekktur fyrir mikla líkamsrækt og segir innblástur sinn og læriföður vera Gary Player. Þeir hafa m.a. leikið í þekktri auglýsingu saman fyrir greiðslukortafyrirtæki.
Heimild: Wikipedia
- júní. 7. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía M. Jónsdóttir – 7. júní 2023
- maí. 19. 2023 | 19:00 GKS: GA tekur við rekstri Siglo Golf
- maí. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingjaldur Valdimarsson – 19. maí 2023
- apríl. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórey Petra ——– 18. apríl 2023
- apríl. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2023
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1