
Hver er kylfingurinn Bryce Molder?
Bryce Wade Molder fæddist 27. janúar 1979 í Harrison, Arkansas. Hann var í almenningsskólum í Conway, Arkansas og fór síðan í Georgia Tech háskóla þar sem hann útskrifaðist með gráðu í stjórnun. Í Georgia Tech var Bryce 4 sinnnum first-team All-American og var tilnefndur háskólakylfingur keppnistímabilsins 2000-2001. Frægur félagi Bryce í Georgia Tech var Matt Kuchar. Bryce spilaði á US Open risamótinu 2001 sem áhugamaður og var skor hans 68 högg á 3. hring en 74 högg á 4. hring urðu til þess að hann deildi 30. sætinu með öðrum.
Bryce varð atvinnumaður seinna árið 2001 og varð í 3. sæti á fyrsta móti sem hann spilaði á, á PGA, Reno-Tahoe Open, þar sem John Cook vann.
Árið 1999 náði Bryce lægsta skori ferilsins, 60 högg, í golfklúbbi sínum, Chenal Country Club í Arkansas þegar hann spilaði hring með öðrum Arkansas-búa, sem þá var forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton.

Bryce Molder fékk lægsta skor sitt, 60 högg, í hring sem hann spilaði með Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseta
Þrátt fyrir sterka byrjun í Reno missti Molder kortið sitt eftir 2001 tímabilið og náði ekki að endurnýja það í PGA Q-school. Honum tókst þó að tryggja sér boð styrktaraðila á nokkur PGA mót 2002 og á því keppnistímabili varð hann m.a. T-9 í Compaq Classic of New Orleans og náði að verða meðal topp-15 í tveimur öðrum mótum þannig að hann fékk sérstaka tímabundinn þátttökurétt á túrnum með því að verða T-12 á Buick Classic.
Um pressuna á sér á 18. holu á vestur-velli Westchester Countyr Club þar sem Molder þurfti par til þess að tyrggja sér takmarkaða kortið sitt á PGA sagði Molder: „Stundum er erfiðast í heimi að tvípútta þegar maður þarf þess.” Afganginn af keppnistímabilinu sást lítið til sterka keppnisanda Molder og hann missti kortið sitt fyrir 2003 keppnistímabilið og munaði aðeins 1 sæti á peningalistanum að honum tækist að halda því.
Næstu keppnistímabil spilaði Molder á Nationwide Tour, án þess að honum hlotnaðist að endurheimta PGA kortið sitt. Hins vegar blómstraði Bryce Molder árið 2006 þegar hann í lok keppnistímabils Nationwide Tour hafði tekist að sigra 1 sinni, verða 4 sinnum á topp-10 og 8 sinnum á topp-25. Þar með hafði hann unnið sér inn $205.413,- og það veitti honum 22. sætið á peningalistanum. Hann sigraði í október 2006 í Miccosukee Championship.
Fyrsta keppnistímabil Molder var ekki árangursríkt. Af 21 móti sem hann tók þátt í tókst honum aðeins að ná niðurskurði í 7 og besti árangur hans var að verða meðal topp 10 í síðasta mótinu Children Miracle Network Classic, þar sem hann varð T-6. Hann vann „aðeins” inn $257.593, sem þýddi að hann varð aftur að spila á Nationwide Tour 2008. Aftur náði hann frábærum árangri á Nationwide Tour 2008, þar sem hann komst 19 sinnum í gegnum niðurskurð í 27 mótum þ.á.m varð hann 4 sinnum á topp 10, m.a. í 2. og 3. sæti og hlaut $234,651 í verðlaunafé.
Hann spilaði því aftur á PGA 2009. Fyrri helming keppnistímabilsins var hljótt um Molder þar til í júní á St. Jude Classic þegar honum tókst að spila á 63 höggum og fylgja því eftir með hring upp á 65 og var aðeins 1 höggi á eftir forystumanninum eftir 54 holur, Brian Gay, fyrir lokahringinn. Molder lauk keppni T-2 á eftir sigurvegaranum Brian Gay, sem var þar til sunnudaginn s.l. (9. október 2011) besti árangur hans á PGA. Nokkrum vikum síðar varð Molder 4. á AT&T National, sem var 2. topp-5 árangur hans á 4 vikum. Með þessum sigri tryggði Molder sér líka þátttökurétt á Opna breska 2009. Hann lauk árinu með því að vera 63. á peningalistanum.
Núna s.l. sunnudag sigraði Molder síðan Briny Baird á 6. holu umspils. Þetta var fyrsti sigur Bryce Molder á PGA túrnum.
Að lokum er kannski vert að geta þess að Molder er með Poland syndrome sem gerir það að verkum að vinstri hönd hans er minni en sú hægri og 3 fingur voru samvaxnir. Hann varð tvívegis að leggjast undir skurðhnífinn til þess að laga höndina. Eins er hann ekki með vinstri brjóstvöðva (pectoral muscle).
Heimild: Wikipedia
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023