Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2018 | 08:00

Hver er kylfingurinn: Brooks Koepka (2018)?

Brooks Koepka sigraði í gær á 3. risamóti sínu, PGA Championship. Áður hefir hann sigrað tvívegis á Opna bandaríska 2017 og 2018. Alls hefir hann sigrað í 11 mótum á atvinnumannsferli sínum.

En hver er kylfingurinn?

Koepka fæddist í Wellington, Flórída 3. maí 1990 og er því 28 ára. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Florida State University þar sem hann vann 3 sinnum einstaklingskeppnir og varð þrisvar All-American. Koepka spilaði á Opna bandaríska risamótinu 2012 meðan hann var enn áhugamaður, en reyndar er besti árangur hans í risamótum glæsilegur T-4 árangur á Opna bandaríska 2014.

Eftir að hafa ekki náð niðurskurði á Opna bandaríska 2012 gerðist Koepka atvinnumaður í golfi og spilaði fyrst á Áskorendamótaröðinni í Evrópu. Hann sigraði fyrsta mót sitt strax í september 2012, þ.e. the Challenge de Catalunya.

Á árinu 2013 sigraði hann í annað sinn á Áskorendamótaröðinni þ.e. Montecchia Golf Open. Koepka fylgdi þessu eftir með 3. sigri sínum á Áskorenda- mótaröðinni þ.e. Fred Olsen Challenge de España, þar sem hann setti núgildandi mótsmet, 260 högg (24 undir pari), og sigraði með methöggfjöldamun á næsta mann, þ.e. 10 högg. Þremur vikum síðar vann hann á the Scottish Hydro Challenge. Með þessum 3 sigrum árið 2013 vann Koepka sér inn kortið sitt á Evrópumótaröðinni.

Deginum eftir að hann vann 3. sigur sinn á Áskorendamótaröðinni komst Koepka í gegnum úrtökumót og vann sér þátttökurétt á Opna breska 2013. Koepka spilaði í fyrsta móti sínu á Evrópumótaröðinni, The Scottish Open, þar sem hann varð T-12.

Í fyrsta PGA Tour móti sínu var Koepka í forystu eftir 2. og 3. hring á Frys.com Open. Hann var T-3 í mótinu. Á Opna bandaríska 2014 varð Koepka sem segir í 4. sæti og fyrir þann árangur hlaut hann keppnisrétt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2014-2015 og fær nú í voru í fyrsta sinn að spila á Masters risamótinu. Síðar um árið 2014 varð Koepka í 15. sæti á PGA Championship.

Í árslok 2014 var Koepka tilnefndur til nýliðaverðlauna PGA Tour en hlaut evrópsku Sir Henry Cotton nýliðaverðlaunin á Everóputúrnum eftir að hann sigraði á Turkish Airlines Open og varð í 3. sæti á Dubai Desert Classic og Omega European Masters, og í 9. sæti á Alfred Dunhill Links Championship.

Fyrsti sigur Koepka á PGA Tour kom 1. febrúar 2015 á Waste Management Phoenix Open. Síðan bætti hann við 3 risatitlum, sem allir teljast til móta á PGA Tour og hefir alls sigrað 4 sinnum á þeirri mótaröð.

Loks mætti geta af einkalífi Koepka að hann á yngri bróður Chase, sem spilar á Evróputúrnum.

Hvað varðar konur í lífi Koepka þá var hann í sambandi með atvinnuknattspyrnukonunni Becky Edwards, en þau hættu saman þegar Edwards fór til Svíþjóðar 2017 til þess að sinna atvinnuferli sínum. Á Opna bandaríska 2017 tilkynnti Koepka að hann væri í sambandi með leikkonunni Jenu Sims.

Brooks Koepka og Jena Sims