Hver er kylfingurinn: Brandon Stone?
Fremur óþekkt nafn í golfheiminum, Brandon Stone, sigraði á einu elsta og virtasta golfmóti heims, sem fram fór um helgina BMW SA Open.
Hver er kylfingurinn gætu sumir spurt sig?
Brandon Stone er fæddur 20. apríl 1993 í Rustenburg í Suður-Afríku og á því sama afmælisdag og Beta Bretlandsdrotning.
Stone er því aðeins 22 ára, eins og svo margir golfsnillingar í dag (nægir að nefna Jordan Spieth).
Stone vann mörg áhugamannamot í Suður-Afríku og spilaði í liði Suður-Afríku í Eisenhower Trophy 2012.
Stone var líka 1 ár í bandaríska háskólagolfinu en þar spilaði hann með skólaliði University of Texas, og vann þrívegis einstaklingstitla áður en hann gerðist atvinnumaður 2013.
Stone hefir spilað á Sólskinstúrnum suður-afríska, á Challenge Tour, og Evróoputúrnum.
Besti árangur hans til þessa á Sólskinstúrnum var sigur hans á Lion of Africa Cape Town Open, árið 2015. Á Áskorendamótaröðinni varð hann tvívegis í 2. sæti á síðasta ári, 2015, þ.e. á Barclays Kenya Open og GANT Open.
Fram að sigrinum í gær var besti árangur Stone á Evróputúrnum T-7 árangur á Madeira Islands Open – Portugal – BPI, einnig í fyrra, 2015.
Við eigum eflaust eftir að sjá mikið af þessum unga kylfingi, sem eins og svo margir jafnaldrar hans eru að sigra golfheiminn um þessar mundir með frábærum leik sínum!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
