
Hver er kylfingurinn Billy Horschel?
Nýliðinn Billy Horschel hefir nú tekið forystuna á McGladreys Classic mótinu á PGA mótaröðinni, þegar mótið er hálfnað. Þetta mót fær heilmikla athygli vegna þess að Webb Simpson spilar á því – en með góðu gengi þar kemst Webb upp fyrir Luke Donald á peningalista PGA…. en aðeins í skamman tíma því Luke hefir tilkynnt að hann ætli ekki að láta færið að koma sér í sögubækurnar ganga sér úr greipum baráttulaust. Luke keppir nefnilega að því að verða fyrstur kylfinga til að vera efstur á peninaglistum bæði PGA og Evrópumótaraðarinnar á sama keppnistímabilinu. Hann hafði ekki ætlað sér að taka þátt í lokamóti PGA, í Disney í næstu viku en hefir nú tilkynnt þátttöku til þess að freista þess að ná sögulegu markmiði sínu. Eiginlega verður hann því með góðu gengi á McGladreys skýst Simpson upp fyrir hann á peningalistanum.
En sem stendur er Webb Simpson er 2 höggum á eftir Horschel á McGladreys mótinu, þegar mótið er hálfnað.
Hver er kylfingurinn Billy Horschel?
Það fyndna er að með því að vera í 1. sæti á McGladreys hjálpar Billy Horschel – Luke Donald – en báðir eiga sama afmælisdag 7. desember. Að vísu er Billy aðeins yngri…hann fæddist 7. desember 1986, í Grant, Flórída … en Luke er 9 árum eldri fæddur 1977.
Billy spilaði í háskólagolfinu bandaríska með liði University of Florida. Hann var …. a four-time All-American, og hlaut þrívegis first-team honors og var SEC leikmaður ársins árin 2007 og 2009. Hann var einnig PING southeast all-region selection, árið 2008.
Horschel vann einstaklingskeppnina á US Amateur árið 2006, en skor hans eftir 2 daga var upp á 138 högg (60-78) í Hazeltine National Golf Club í Chaska, Minnesota. Fyrri hringur hans upp á 60 högg var 18 holu og USGA met. Hann náði hins vegar ekki að komast gegnum 3 hringinn í holukeppni.
Horschel var í liði Bandaríkjanna í Palmer Cup árin 2007 og 2008 og vann 4.5 stig fyrir liðið. Frammistaða hans í sigursælu liði Bandaríkjamanna í Walker Cup var 3-1 árið 2007.
Horschel gerðist atvinnumaður í golfi 2009.
Í desember 2009 fékk hann kortið sitt á PGA túrnum keppnistímabilið 2010 gegnum Q-school. Úlnliðsmeiðsl það keppnistímabil hindruðu Horschel í að taka þátt í fleiri mótum en 4 og í engu mótanna, sem hann tók þátt í komst hann í gegnum niðurskurð og því varð hann að endurtaka leikinn og fara aftur í Q-school í desember 2010 og rétt slapp inn í 28. sæti.
Í febrúar 2011, náði hann niðurskurði á Mayakoba Golf Classic, í fyrsta skipti eftir að hafa tekið þátt í 11 mótum á PGA og lauk keppni T-13. Nú er Billy í 139. sæti á peningalistanum og markmið hans með góðu gengi á McGladreys er að ná 125. sætinu og þar með halda korti sínu á PGA.
Hér fara að lokum nokkrir fróðleikmolar um Billy:
Stærsta stund Billy í golfi til þessa að var að spila með og sigra í Walker Cup lið Bandaríkjanna 2007.
Stærsta stundin utan golfs var útskriftin frá University of Florida árið 2009.
Uppáhaldsgolfvöllurinn er Royal County Down á Norður-Írlandi. Billy ferðast aldrei án tölvu sinnar.
Uppáhaldsíþróttaliðin eru New England Patriots, Boston Red Sox og Boston Celtics.
Billy er hjátrúarfullur hann er alltaf með 4 tí og 25 centa pening frá 1936 í hægri vasa sínum.
Uppáhaldssjónvarpsþátturinn er „SportsCenter.“ Uppáhaldskvikmyndir: „The Patriot“ and „The Hangover.“ Uppáhaldsskemmtikraftur er Kings of Leon. Uppáhaldsmatur er steik. Uppáhaldsíþróttamaður að horfa á er Tiger Woods. Uppáhaldsborgin er Monterey, í Kaliforníu.
Í draumaholli hans mynd vera félagar úr The Old Red Eye Rugby Group.
Hefir lesið allar Twilight bækurnar á 2 vikum og trúir á Bigfoot og geimskip.
Meðal þess sem Horschel hefir gert utan golfs er að starfa með pabba sínum í byggingarvinnu.
Heimild: Wikipedia – Hluti þessarar þýðingar greinarhöfundar hefir áður birst á iGolf vorið 2011 undir heitinu „Nýju strákarnir á PGA – nr. 28 – Billy Horschel”
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open