Hver er kylfingurinn: Bill Haas?
Bill Haas, 32 ára sigraði í gær, 25. janúar 2015, á Humana Challenge mótinu, sem haldið er í samvinnu við Clinton Foundation á Hawaii. Þetta var 6. sigur Bill Haas á PGA Tour.
En hver er kylfingurinn Bill Haas?
Bill er af mikilli golffjölskyldu. Hann fæddist 24. maí 1982 í Charlotte, Norður Karólínu og ólst upp í Greer, Suður-Karólínu, sem er úthverfi Greenville. Hann er sá 3. í fjölskyldu sinni til þess að spila golf með golfliði Wake Forest háskólanum (þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, var við nám og spilaði með kvennagolfliði skólans). Hinir tveir í fjölskyldu Bill er faðir hans Jay og föðurbróðir Jerry. Jerry varð reyndar golfþjálfari við Wake Forest. Annar frændi Bill, Bob Goalby sigraði á Mastersmótinu 1968. Bróðir Bill, Jay Jr. hefir leikið á Masters.
Pabbi Bill, Jay Haas, vann á sínum tíma NCAA háskólamótið, 9 mót á PGA-mótaröðinni frá 1978-1993 og hefir 17 sinnum sigrað á Champions Tour. Árið 2010 urðu Bill og Jay fyrstu feðgar í þó nokkurn tíma til að spila samtímis á PGA (það hefir nokkrum sinnum gerst, en er afar sjaldgæft). Saman unnu þeir CVS Charity Classic mótið, árið 2004.
Bill gerðist atvinnukylfingur árið 2004. Hann var þrívegis first-time All-American, fjórum sinnum All-ACC, tvisvar sinnum ACC kylfingur ársins og nýliði ársins í ACC, 2011.
Á háskólaárum sínum vann hann 10 mót og á lokaári sínu í háskóla 2004 vann hann Haskins verðlaunin, Jack Nicklaus verðlaunin og Ben Hogan verlaunin. Hann setti líka met í NCAA í lægsta skori. Bill Haas var í Walker Cup liði Bandaríkjanna 2003, sem og í 2 Palmer Cup liðum. Bill hans varð atvinnumaður í golfi 2004.
Bill Haas var fyrst á Nationwide Tour 2005 eftir að honum tókst ekki að vinna sér inn kortið sitt 2004 á PGA Q-school. Besti árangur hans á Nationwide túrnum var 2. sætið í Scholarship America Showdown mótinu 2005.
Árið 2005 gekk Bill betur í PGA Q-school, en hann fékk fugl á síðustu 2 holunum og vann sér inn kortið sitt á PGA mótaröðina fyrir árið 2006. Hann varð 99., 104,, 104. og í 61. sæti á peningalista PGA fyrstu 4 árin á túrnum.
Bill Haas vann sinn fyrsta sigur á PGA Tour, 2010, á Bob Hope Classic á La Quinta í Kaliforníu. Pabbi hans vann sama mót 22 árum áður, þ.e. 1988. Aðeins viku fyrir mótið fékk Bill ráð frá föður sínum og frænda Bob Goalby um fótaburð í sveiflu, með þessum líka frábæra árangri. Bill átti 1 högg á þá Matt Kuchar, Tim Clark og Bubba Watson, sem deildu 2. sætinu.
Bill vann síðan aftur í október 2010 á Viking Classic, þar sem hann átti 3 högg á Michael Annen. Hann lauk 2010 tímabilinu í 20. sæti á peningalistanum – það var nokkuð öruggt hvar á peningalistanum Bill Haas yrði 2011 – en þetta var 200% bæting milli ára!
Með sigri sínum á Tour Championship, sem var þriðji sigur hans á PGA Tour, þann 25. september 2011 hækkaði Bill sig úr 45. sætinu á heimslistanum í það 20. – þ.e. var í fyrsta sinn kominn meðal 20 bestu kylfinga í heimi – heilum 30 sætum ofar en aumingja Tiger Woods, það árið.
Fjórði sigur Haas á PGA Tour kom strax í febrúar 2012 þegar hann sigraði á Northern Trust Open í Riviera Country Club. Haas var 2 höggum á eftir forystumönnunum lokadaginn og í lokinn urðu báðir Phil Mickelson og Keegan Bradley að setja niður löng fuglapútt á síðustu holunni til þess að tryggja sig í bráðabana gegn Haas. Allir þrír náðu pari á 18. holu sem spiluð var aftur og héldu síðan á par-4 10. holuna. Haas sló til vinstri og átti eftir ansi „tricky“ innáhögg meðan að Mickelson var í röffinu og Bradley í bunker til hægri. Haas ákvað að reyna að pitcha á miðju flatarinnar, þar sem báðir Bradley og Mickelson misstu flötina í 2. höggum sínum. Pitchið tókst og Haas setti síðan niður 43 feta pútt og hvorugum Mickelson né Bradley tókst að jafna við hann.
Í júní 2013 náði Haas 5. PGA Tour sigri sínum á AT&T National í Congressional Country Club. Hann átti 3 högg á Roberto Castro eftir að hann lauk keppni á 66 höggum þar sem hann fékk 6 fugla og 1 skolla. Fyrir lokahringinn var hann þó jafn 3 öðrum í efsta sætinu, þ.e. þeim Dustin Johnson, Phil Mickelson og Justin Rose.
Í apríl 2014 var Haas í forystu eftir 1. hring eftir frábæran hring upp á 68 högg. Hann áti hins vegar afleitan 2. hring upp á 78 högg og um helgina eftir að rétt ná niðurskurði spilaði Haas á 74 og 70 og lauk keppni T-20.
Í gær, 25. janúar 2015 á Humana Challenge vann Haas; átti 1 högg á 5 kylfinga m.a. Matt Kuchar, líkt og í fyrsta sigri sínum á PGA Tour fyrir 5 árum síðan.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
