Hver er kylfingurinn: Beth Allen?
Beth Allen sigraði nú í dag í 3. sinn á Evrópumótaröð kvenna og var hún í sama ráshóp og eini íslenski kvenkylfingurinn, sem er að keppa á LET, sem stendur, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR.
Allen kom í hús á lokahring Fatima Bint Mubarak Ladies Open á stórglæsilegu skori 8 undir pari, 64 höggum!!!
Golfpenninn Matt Cooper skrifaði nú í sumar skemmtilega grein um Allen fyrir ESPN, sem bar fyrirsögnina: „Meet Beth Allen — the best American golfer you’ve never heard of“ (Lausleg ísl. þýðing: „Hittið Beth Allen – besta ameríska kylfinginn, sem þið hafið aldrei heyrt um.“ Sjá greinina með því að SMELLA HÉR:
Jamms, það verður að segjast eins og er að það ber ekki mikið á Allen. En hver er þessi geðþekki bandaríski kylfingur?

Bandaríski kylfingurinn Beth Allen. Mynd: Tristan Jones
Komast má á heimasíðu Allen til þess að fræðast nánar um hana með því að SMELLA HÉR:
Beth Allen fæddist í Ojai, Kaliforníu 6. desember 1981 og er því 34 ára.
Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2005 eða fyrir 11 árum, þá 23 ára og hefir unnið sér inn $178,856 á ferli sínum. Sú upphæð hækkar væntanlega eitthvað eftir sigurinn í dag.
Besti árangur Allen í risamóti er T-14 árangur í Opna breska kvenrisamótinu (ens. RICOH Women’s British Open).
Allen spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði California State University at Northridge.
Allen er 5´5 á hæð þ.e. u.þ.b. 1,65 m á hæð.
Í dag býr Allen í San Diego í Kaliforníu og er í Falkirk GC, þ.e.a.s. þegar hún er ekki að keppa á Evrópumótaröð kvenna (ens. LET) en þar hefir Allen keppnisrétt.
Beth Allen hefir sigrað 3 sinnum á LET: í fyrsta sinn í fyrra 2015 þegar hún sigraði á ISPS Handa Ladies European Masters mótinu, sem fram fór í Buckinghamshire golfklúbbnum í London. Allen vann 2. titil sinn nú í sumar 2016 á Lacoste Ladies Open. Og í dag, 5. nóvember 2016 er 3. titill hennar á LET í höfn eftir sigur á Fatimu Bint Mubarak Ladies Open í Abu Dhabi.
Allen er einstaklega ljúfur og góður kylfingur; hún komst m.a. í fréttirnar árið 2011 þ.e. fyrir 5 árum þegar hún gaf bróður sínum, Dan, nýra. Lesa má nánar um það með því að SMELLA HÉR:
Allar kylfur Allen eru TaylorMade. Á pokanum hjá Allen er engin önnur en sænska golfstjarnan Sophie Gustafson og hefir hún hjálpað Allen mikið með leik sinn, fyrir utan hvað þær eru góðar vinkonur.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
