Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 12:30

Hver er kylfingurinn: Ariya Jutanugarn?

Ariya Jutanugarn sigraði í gær, 8. maí 2016 á Yokohama Tire LPGA Classic mótinu, sem fram fór í Prattville, Alabama.

Ariya Jutanugarn. Mynd: LET

Ariya Jutanugarn. Mynd: LET

Ariya Jutanugarn fæddist í Bankok 23. nóvember 1995 og er því 20 ára. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 1. janúar 2013.

Hún byrjaði í golfi aðeins 5 ára með því að æfa sig á æfingasvæðinu í Bankok, Thaílandi. Mestu áhrifavalda sína í gofinu segir hún vera foreldra sína, sem eiga golfverslun í Thaílandi.

Ariya Jutanugarn

Ariya Jutanugarn

Meðal áhugamála er tennis, að fylgjast með thaílenskum dramasjónvarpsþætti og ferðast.

Hápunktar á áhugamannsferli Jutanugarn: Vann US Junior Amateur, US Amateur Public Links, AJGA Rolex Girls Junior, Canadian Women´s Amateur og Polo Golf Junior Classic. Hún var valin AJGA Rolex Junior kylfingur ársins 2012, 2. árið í röð. Árið 2011 var hún lægsti áhugamaðurinn í Kraft Nabisco Championship þegar hún landaði 25. sætinu. Hún lauk áhugamannaferli sínum í desember 2012 í 2. sæti á heimslista áhugamanna meðal kvenkylfinga. Systir Ariyu, Moriya spilar líka á LPGA Tour.

Ariya Jutanugarn frá Thailandi - sigurvegari Lalla Meryem Cup

Ariya Jutanugarn frá Thailandi – sigurvegari Lalla Meryem Cup

Hápunktar á atvinnumannsferlinum: Hefir þegar sigrað á 1. móti sínu á LET – Lalla Meryem Cup í Marokkó og varð T-2 í Volvik RACV Ladies Masters. Og nú í gær, 8. maí 2016, vann Ariya fyrsta mótið sitt á LPGA. Ekki slæmt fyrir tvítuga kvenkylfinginn, Ariyu Jutanugarn!