Lexi Thompson
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2011 | 10:00

Hver er kylfingurinn Alexis Thompson?

Alexis „Lexi” Thompson hlaut nú í vikunni, nánar tiltekið 30. september 2011 , aldursundanþágu til þess að mega spila á LPGA. Lexi er aðeins 16 ára og er sú yngsta sem unnið hefir mót á LPGA þ.e. Navistar Classic, sem fram fór í Alabama í síðasta mánuði. Þá var Lexi 16 ára, 7 mánaða og 8 daga gömul.

En hver er þessi 16 ára kylfingur Lexi Thompson?

Lexi fæddist 10. febrúar 1995 í Coral Springs í Flórída. Hún á tvo bræður Nicholas, sem er 12 árum eldri en hún og spilar á PGA og Curtis, sem spilar golf með golfliði Louisiana State University.

Lexi gerðist atvinnumaður í golfi 15 ára.  Hún segist ætla að klára menntaskóla samhliða krefjandi æfingum atvinnukylfingsins en segist óráðin með háskólanám.

Lexi er enn sú yngsta sem öðlast hefir þátttökurétt til þess að spila á US Women´s Open, en hún var aðeins 12 ára gömul, árið 2007, þegar hún spilaði fyrst á þessu risamóti kvennagolfsins. Skor hennar í mótinu var 86-82 og hún náði ekki niðurskurði.  Sama ár sigraði hún hins vegar á Aldila Junior Classic og var næstyngsti sigurvegari á AJGA móti.  Hún vann einnig Westfield Junior PGA Championship það ár og varð yngsti sigurvegari í sögu Junior PGA Championship.

Árið 2008 vann hún United States Girls’ Junior Golf Championship. Hún fékk aftur þátttökurétt 2008 í U.S. Women’s Open, þar sem hún spilaði á  75-87, en var nú aftur aðeins 2 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð.

Fjórtán ára gömul, árið 2009, fékk hún enn þátttökurétt á US Women´s Open og náði niðurskurði í fyrsta sinn og lauk keppni í 34. sæti sem hún deildi með öðrum með skor upp á  +11 (71-73-78-73=á 295 höggum). Seinna þetta sama ár fékk hún að spila á Navistar LPGA Classic, þar sem hún spilaði glæsihring á 1. degi upp á 65 högg, en lauk keppni T-27, 12 höggum á eftir sigurvegaranum Lorenu Ochoa. NB: Lexi er aðeins 14 ára hér. Þetta sama ár vann hún Orange Bowl Junior mótið í Flórida.

Lexi og Romain sigurvegarar Orange Bowl 2009 á Biltmore hótelinu í Coral Gables.

Í fyrra, 2010 var Lexi áhugamaður helming ársins en sem slíkur keppti hún á Women’s Australian Open, þar sem hún var T16 (+3), en 12 höggum á eftir sigurvegaranum, Yani Tseng.  Hún náði niðurskurði í Kraft Nabisco Championship risamótinu og varð T-24 lauk keppni  +2 (74-72-73-71= á 290 höggum), 15 höggum á eftir sigurvegaranum Yani Tseng.

Lexi keppti fyrir Bandaríkin í  Curtis Cup competition og var taplaus þar, vann 4 leiki sína og náði 1/2 vinningi í einum. Hún gerðist atvinumaður vikuna eftir mótið og sagði að hún væri tilbúin í slaginn til þess að spila á LPGA.

Hápunktar Lexi á áhugamannsferli hennar eru:

▪ 2007 kláraði 2. hring á, U.S. Girls’ Junior

▪ 2007 fjórðungsúrslit, U.S. Women’s Amateur

▪ 2008 Sigraði – U.S. Girls’ Junior (5 & 4 sigur á Karen Chung)

▪ 2009 komst í 3. hring, U.S. Girls’ Junior

▪ 2009 undanúrslit, U.S. Women’s Amateur

Alexis Thompson á Evían Masters 2010

Árið 2010

Lexi tilkynnti um mitt ár 2010 að hún hefði gerst atvinnumaður í golfi, nánar tiltekið 16. júní 2010.  Hún skrifaði undir auglýsinga og styrktarsamninga við Cobra-PUMA og Red Bull.

Fyrst um sinn varð Lexi að treysta á undanþágur styrktaraðila til þess að mega spila á mótum LPGA.  Á fyrsta mótinu sem hún spilaði á, á slíkri undanþágu, ShopRite LPGA Classic munaði 4 höggum að hún kæmist gegnum niðurskurð.

Á US Woman´s Open 2010 náði hún besta árangri sínum í risamóti til þess 10. sætinu sem hún deildi með öðrum á skorinu +6 (73-74-70-73= á 290 höggum), 9 höggum á eftir sigurvegara mótsins Paulu Creamer og fékk fyrsta tékka sinn sem atvinnumaður upp á  $72,131 (rúmar 8 milljónir íslenskra króna).

Tveimur vikum síðar á Evían Masters mótinu (sem tilkynnt var um í ár, 2011, að fengi stöðu risamóts árið 2013) deildi Lexi 2. sætinu, en skor hennar var -13 (69-72-67-67= 275 högg), einu höggi á eftir sigurvegaranum og aftur fékk hún geysigóð sigurlaun  $242,711 (u.þ.b.  27 milljónir).

Eftir aðeins 3 mót sem Lexi spilaði á voru sigurlaun hennar orðin  $314,842, (u.þ.b. 35 milljóni íslenskra króna) sem myndi hafa komið henni í 18. sæti á peningalista LPGA hefði hún verið með þátttökurétt á mótaröðinni.  Með góðri frammistöðu á Evían færðist Alexis upp um 75 sæti á Rolex-heimslistanum í 74. sætið.  Hún spilaði á 3 öðrum mótum á LPGA 2010, náði ekki niðurskurði á CN Canadian Women´s Open og varð T-16 og T-57 í hinum mótunum.  Í október spilaði Lexi jafnframt á 1 dags mótum á Fuzion Minor League Golf Tour, sem er karlamótaröð.

Undanþáguumsókn til LPGA

Í desember á síðasta ári sótti Lexi um það til LPGA að fá að spila á 12 mótum LPGA, en ekki bara 6 eins og reglur mótaraðarinnar kváðu á um. Beiðni hennar var hafnað, en Mike Whan framkvæmdastjóri LPGA tilkynnti að reglunum yrði breytt þannig að  þeir sem ekki hefðu þátttökurétt (þ.e.a.s. kortið sitt) á LPGA gætu tekið þátt í úrtökumótum.

Lexi yngsti sigurvegari á LPGA móti

Árið 2011

Í febrúar á þessu ári spilaði Lexi á Women’s Australian Open og ANZ Ladies Masters, þar sem hún komst ekki í gegnum niðurskurð í fyrra mótinu og lauk keppni T-42 í seinna mótinu.

Þann 21. febrúar vann hún móti á Fuzion Tour á heimavelli sínum í Coral Springs.

Í mars 2011 reyndi Lexi fyrir sér í úrtökumóti fyrir LPGA Kia Classic, en komst ekki í gegnum niðurskurð.

Fyrsta LPGA mót Lexi á árinu var Avnet LPGA Classic, sem hún spilaði á, á undanþágu.  Eftir 3 hringi var hún í forystu ásamt Song Hee Kim, en síðasta hringinn brustu taugarnar hjá þessari 16 ára stúlku og hún skilaði sér í hús á 78 höggum, m.a. skolla á 14. og 15. braut og lauk keppni í 19. sæti, sem hún deildi með öðrum á skorinu -1 (71-71-67-78= samtals 287 höggum ), 9 höggum á eftir sigurvegaranum Maríu Hjorth.

Hún komst ekki í gegnum niðurskurð á ShopRite LPGA Classic, LPGA Championship og US Women´s Open og komst ekki í gegnum úrtökumót fyrir State Farm Classic. Á 5. móti sínu, sem hún spilaði á, Evían Masters, lauk hún leik T-36. Hún hélt áfram að spila á Fuzion Tour bæði í vor og sumar.  Í ágúst varð Lexi síðan T-31 á Safeway Classic og komst enn og aftur ekki í gegnum niðurskurð á Canadian Women´s Open.  Í september sigraði hún siðan á Navistar LPGA Classic, með 5 högga mun á þá sem næst kom nýliðann Tiffany Joh og bætti þar með aldrusmetið sem Marlene Hagge átti fram að því og hafði sett 18 ára, 1952.

Í framhaldinu sótti Lexi aftur um að mega spila á LPGA eftir að hafa sigrað 1. stig LPGA Q-school, sem fram fór á Daytona Beach, með 10 högga mun á næsta keppanda á skorinu -23 (66-66-66-67=265).  Lexi þarf því ekki aftur í Q-school og má spila á LPGA árið 2012.

Heimild: Wikipedia