Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2017 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Alexander Lévy (II)?

Franski kylfingurinn Alexander Lévy sigraði á Volvo China Open á Evrópumótaröðinni nú um helgina.

En hver er kylfingurinn?

Levy eftir 2. sigur á Volvo China Open 30. apríl 2017.

Alexander Lévy eftir 2. sigur á Volvo China Open 30. apríl 2017.

Alexander Lévy er fæddur 1. ágúst 1990 í Orange, Kaliforníu og því 26 ára. Lévy er franskur Gyðingur en foreldrar hans pabbinn (Phillippe) og móðir hans eru lyfjafræðingar. Þegar Lévy var 4 ára fluttist fjölskylda hans frá Bandaríkjunum til Bandol í Frakklandi, þar sem hann hefir búið síðan.

Þegar hann var 14 ára fór hann í golfskóla franska golfsambandsins. Lévy er uppnefndur El Toro.

Lévy átti mjög farsælan áhugamannsferil. Hann sigraði í  French Amateur Championship árið 2009 og French International Amateur Championship 2010. Það ár (2010) var hann einnig í sigurliði Frakklands í Eisenhower Trophy World Team Championship.

Levy gerðist atvinnumaður í golfi 2011 og fyrstu sigrarnir á Evróputúrnum komu 2014 þegar hann sigraði á Volvo China Open og the Portugal Masters.

Hann spilaði fyrst á Áskorendamótaröð Evrópu í boði styrktaraðila áður en hann ávann sér keppnisrétt í gegnum úrtökumót Q-school Evróputúrsins fyrir keppnistímabilið 2013.

Fyrsti sigur hans kom á Volvo China Open 2014 og hefir hann nú sigrað í mótinu tvívegis (en hann endurtók leikinn nú um helgina 30. apríl 2017).  Árið 2014 var sigurskor hans 19 undir pari, 269 högg. Á 2 hring 2014 var hann á vallarmeti á golfvelli Genzon golfklúbbsins, þar sem mótið fer fram, 62 höggum og átti þá 4 högg á næsta mann þegar í hálfleik. Í kjölfarið var Lévy valinn leikmaður aprílmánaðar 2014 á Evróputúrnum.

Fyrsta risamót sem Lévy tók þátt í var PGA Championship 2014.  Í október 2014 sigraði Lévy í 2. sinn á Evróputúrnum á Portugal Masters þegar mótið var stytt í 36 hou mót vegna veðurs.

Þriðji sigur Lévy kom á Porsche European Open 25. september í fyrra, þ.e. 2016 en þar hafði Lévy betur í bráðabana gegn Ross Fisher.

Annar sigurinn á Volvo China Open, 30. apríl 2017 er síðan 4. sigur Lévy á Evróputúrnum.

Besti árangur Lévy á risamótum til þessa er T-27 árangur á Opna bandaríska.