Hver er kylfingurinn: Alexander Lévy (II)?
Franski kylfingurinn Alexander Lévy sigraði á Volvo China Open á Evrópumótaröðinni nú um helgina.
En hver er kylfingurinn?

Alexander Lévy eftir 2. sigur á Volvo China Open 30. apríl 2017.
Alexander Lévy er fæddur 1. ágúst 1990 í Orange, Kaliforníu og því 26 ára. Lévy er franskur Gyðingur en foreldrar hans pabbinn (Phillippe) og móðir hans eru lyfjafræðingar. Þegar Lévy var 4 ára fluttist fjölskylda hans frá Bandaríkjunum til Bandol í Frakklandi, þar sem hann hefir búið síðan.
Þegar hann var 14 ára fór hann í golfskóla franska golfsambandsins. Lévy er uppnefndur El Toro.
Lévy átti mjög farsælan áhugamannsferil. Hann sigraði í French Amateur Championship árið 2009 og French International Amateur Championship 2010. Það ár (2010) var hann einnig í sigurliði Frakklands í Eisenhower Trophy World Team Championship.
Levy gerðist atvinnumaður í golfi 2011 og fyrstu sigrarnir á Evróputúrnum komu 2014 þegar hann sigraði á Volvo China Open og the Portugal Masters.
Hann spilaði fyrst á Áskorendamótaröð Evrópu í boði styrktaraðila áður en hann ávann sér keppnisrétt í gegnum úrtökumót Q-school Evróputúrsins fyrir keppnistímabilið 2013.
Fyrsti sigur hans kom á Volvo China Open 2014 og hefir hann nú sigrað í mótinu tvívegis (en hann endurtók leikinn nú um helgina 30. apríl 2017). Árið 2014 var sigurskor hans 19 undir pari, 269 högg. Á 2 hring 2014 var hann á vallarmeti á golfvelli Genzon golfklúbbsins, þar sem mótið fer fram, 62 höggum og átti þá 4 högg á næsta mann þegar í hálfleik. Í kjölfarið var Lévy valinn leikmaður aprílmánaðar 2014 á Evróputúrnum.
Fyrsta risamót sem Lévy tók þátt í var PGA Championship 2014. Í október 2014 sigraði Lévy í 2. sinn á Evróputúrnum á Portugal Masters þegar mótið var stytt í 36 hou mót vegna veðurs.
Þriðji sigur Lévy kom á Porsche European Open 25. september í fyrra, þ.e. 2016 en þar hafði Lévy betur í bráðabana gegn Ross Fisher.
Annar sigurinn á Volvo China Open, 30. apríl 2017 er síðan 4. sigur Lévy á Evróputúrnum.
Besti árangur Lévy á risamótum til þessa er T-27 árangur á Opna bandaríska.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
