Alexander Levy eftir sigurinn á Volvo China Open í apríl 2014
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2014 | 11:00

Hver er kylfingurinn: Alexander Levy?

Alexander Levy  sigraði nú um helgina í 1. móti sínu á Evrópumótaröðinni.

Hann tók þátt í Q-school Evrópumótaraðarinnar í árslok 2012 og ávann sér keppnisrétt fyrir 2013, sem var nýliðaár hans.

Aðeins á 2. ári sínu á Evrópumótaröðinni er Levy búinn að innbyrða 1. sigur sinn.  En hver er kylfingurinn?

Alexander Levy er fæddur 1. ágúst 1990 i Orange, Kaliforníu og því 23 ára. Hann fluttist aftur til Frakklands 1994 (4 ára) og býr í dag í Bandaul í Frakklandi og er í golfklúbbnum Golf PGA France du Vaudreuil. Levy er með tvöfalt ríkisfang þ.e. er bæði franskur og bandarískur.

Í dag er Levy nr. 608 á heimslistanum.

Levy hefir m.a. keppt í landsliðum Frakka t.a.m. á  World Amateur Team Champions (Eisenhower Trophy) árið 2010 og European Amateur Championship 2011.  Árið 2011 gerðist hann atvinnumaður í golfi.  Fyrst um sinn spilaði Levy á Challenge Tour þ.e. Áskorendamótaröðinni.

Fræðast má nánar um Alexander Levy á vefsíðu umboðsaðila hans IMG með því að SMELLA HÉR: