Alexander Levy eftir sigurinn á Volvo China Open í apríl 2014 Hver er kylfingurinn: Alexander Levy?
Alexander Levy sigraði nú um helgina í 1. móti sínu á Evrópumótaröðinni.
Hann tók þátt í Q-school Evrópumótaraðarinnar í árslok 2012 og ávann sér keppnisrétt fyrir 2013, sem var nýliðaár hans.
Aðeins á 2. ári sínu á Evrópumótaröðinni er Levy búinn að innbyrða 1. sigur sinn. En hver er kylfingurinn?
Alexander Levy er fæddur 1. ágúst 1990 i Orange, Kaliforníu og því 23 ára. Hann fluttist aftur til Frakklands 1994 (4 ára) og býr í dag í Bandaul í Frakklandi og er í golfklúbbnum Golf PGA France du Vaudreuil. Levy er með tvöfalt ríkisfang þ.e. er bæði franskur og bandarískur.
Í dag er Levy nr. 608 á heimslistanum.
Levy hefir m.a. keppt í landsliðum Frakka t.a.m. á World Amateur Team Champions (Eisenhower Trophy) árið 2010 og European Amateur Championship 2011. Árið 2011 gerðist hann atvinnumaður í golfi. Fyrst um sinn spilaði Levy á Challenge Tour þ.e. Áskorendamótaröðinni.
Fræðast má nánar um Alexander Levy á vefsíðu umboðsaðila hans IMG með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
