Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2018 | 12:00

Hver er kylfingurinn (2018): Adrian Otaegui?

Spænski kylfingurinn Adrian Otaegui sigraði á móti Evróputúrsins í sl. viku, Belgian Knockout, sem er mót með nýstárlegu keppnisformi.

Fyrstu tvo dagana fer fram venjuleg höggleikskeppni og 3. daginn komast aðeins 64 efstu kylfingarnir í útsláttakeppni þar sem þeim er fyrst skipt í 32, 2 manna holl, sem keppa innbyrðis milli sín í 9 holu höggleik – sá sem hefur betur fer í 32 manna úrslit, síðan í 16 manna úrslit, svo 8 manna úrslit og síðan keppa síðustu 4 um 4 efstu sætin.

En hver er kylfingurinn Adrián Otaegui?

Adríán Otaegui árið 2015 eftir að hann komst á Evróputúrinn g. Q-school

Adrian Otaegui Jaúregui fæddist 21. nóvember 1992 í San Sebastian á Spáni og er því 25 ára. Hann var byrjaður að slá golfbolta 3 ára og 9 ára var hann kominn með 6 í forgjöf. Forgjöf hans er 3,8 í dag. Hann var aðeins 19 ára og 24 daga þegar hann tryggði sér kortið sitt og var næstyngsti korthafinn á Evróputúrnum á eftir Matteo Manssero keppnistímabilið 2012.

Á Spáni er Otagui í Goliburu golfklúbbnum.

Adrian æfði sem sem barn og unglingur í klúbbnum heima hjá sér í Fuenterrabia, á Spáni þar sem Ryder Cup fyrirliðinn José Maria Olazabal er fæddur. Olazabal hefir kennt Adrian frá unga aldri. Adrian lítur mjög upp til Olazabal og var eitt sinn haft eftir honum að ef hann gæti orðið hálft eins góður og Olazabal yrði hann mjög hamingjusamur. Sem stendur býr Adrian í Biarritz í Frakklandi, en aðeins er spölkorn þaðan til Fuenterrabia og Adrian Otaegui í góðu sambandi við kennarann sinn.

Á áhugamannsferli sínum vann Adrian 11 titla þ.á.m. Boys Amateur Championship í Kilmarnock (Barassie) Golf Club, í Skotlandi árið 2010.

Otaegui eftir sigur á Boys Amateur Championship 2010

Á fyrsta móti sem Otagui tók þátt í á Evróputúrnum í maí 2011 þ.e. á Iberdrola Open varð hann T-16. Hann átti í erfiðleikum, nýliðaár sitt 2011 en komst aftur á Evróputúrinn eftir að hann varð í 7. sæti á peningalista Áskorendamótaraðarinnar 2013, en það átti hann að þakka þremur 2. sætis áröngrum það ár á Áskorendamótaröð Evrópu.

Árið 2014 var fremur dauflegt hjá Otagui en hann hélt kortinu sínu með glæsilegu spili í Q-school þar sem hann varð í 5. sæti.

Hann missti kortið sitt aftur  2015, en var annar sigurvegara   Q-School í árslok 2015 og var því aftur kominn á Evróputúrinn 2016. Hann átti meira láni að fagna 2016, varð m.a. í 2. sæti á  Lyoness Open, 1 höggi á eftir  Wu Ashun, og varð T-3 á the Made in Denmark mótinu.

Otaegui fagnar með kærustu sinn e. sigur á Marcel Siem 2017

Eftir slaka byrjun árið 2017 varð Otaegui T-7 á Open de France eftir að hafa verið í forystu eftir 36 holur. Seinna á árinu 2017 varð hann T-5 á Porsche European Open og síðan vann hann fyrsta mót sitt á Evróputúrnum þ.e. Paul Lawrie holukeppnina. Í úrslitaleiknum gegn Marcel Siem, átti Siem 3 holur á hann eftir 9 holur, en Otaegui vann næstu 6 af 8 holum sem spilaðar voru, en Otaegui sigraði 2&1.

Sigurinn á Belgian Knockout í gær var 2. sigur Otaegui á Evróputúrnum.

Meðal áhugamála Otagui eru bílar, ólíkir menningarheimar, tónlist og íþróttir almennt.

Sem stendur er Otagui í 77. sæti á heimslistanum, fer upp um 25 sæti en hann var í 102. sæti fyrir Belgian Knockout, og í 155. sæti heimslistans um áramótin sl.  Frábær kylfingur þar sem Otaegui er!!!