
Hver er konungurinn í Dubai?
„Konungurinn í Dubaí“ er nýtt uppnefni á Álvaro Quirós García, vegna tveggja sigra á Evrópumótaröðinni, sem hann hefir unnið á árinu 2011 í Dubai.
En hver er „konungurinn í Dubai“?
Álvaro fæddist 21. janúar 1983 i Guadiaro, sem er úthverfi San Roque í Cádiz. Hann er því 28 ára. Álvaro gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 7 árum síðan, 2004.
Hann spilaði á Áskorendamótaröðinni 2006 og vann 1 mót. Jafnfram ávann hann sér kortið sitt á Evrópumótaröðina, með því að verða í 35. sæti í Q-school. Hann vann fyrsta titil sinn á Evrópumótaröðinni á Alfred Dunhill Championship í Suður-Afríku.
Atvinnumannsferillinn
Quirós vann 2. sigur sinn á Evróputúrnum árið 2008 þ.e. Portugal Masters þar sem hann lauk keppni með fuglum bæði á 17. og 18. holu á sunnudeginum og vann Paul Lawrie (en þeir tveir hafa lengi eldað saman grátt silfur á golfvellinum). Hann lauk því keppnistímabilinu 2008, í 25. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar.
Í janúar 2009 vann hann 3. Evrópumótaraðartitil sinn, Commercial Quatar Masters en við þann sigur komst hann meðal efstu 50 á heimslistann í fyrsta sinn. Hann lauk keppnistímabilinu í 20. sæti á Race to Dubai, peningalista Evrópumótaraðarinnar það ár.
Quirós er þekktur fyrir mikla högglengd af teig og var högglengsti kylfingur Evrópumótaraðarinnar 2006, 2007 og 2008, en meðatalslengd högga hans var 310 yardar (283,4 metrar).
Í maí 2010 vann Quirós Open de España með 1 höggi á næsta mann. Hann varð í 14. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar það ár.
Sigurganga Quirós hélt áfram 2011. Í febrúar á þessu ári vann Quiros 5. Evrópumótaraðartitil sinn þ.e. Dubai Desert Classic. Hann vann James Kingston frá Suður-Afríku og Anders Hansen frá Danmörku með 1 höggi. Á lokahringnum fór Quirós holu í höggi á par-3 11. brautinni. Svo sem öllum er í fersku minni vann hann Dubai World Championship s.l. helgi (11. desember 2011) og varð 6. á peningalista Evrópumótaraðarinnar, sem er besti árangur hans til þessa.
Sigur sem áhugamaður (1)
- 2004 Biarritz Cup (France)
Sigrar sem atvinnumaður (8)
Áskorendamótaröðin (1)
Nr. | Dags. | Mót | Sigurskor | Höggafjöldi á næsta mann | 2. sæti |
---|---|---|---|---|---|
1 | 3 Jun 2006 | Morson International Pro-Am Challenge | -13 (67-68-68-64=267) | 4 strokes | ![]() |
Annað (1)
- 2006 Seville Open (á Spáni)
Evrópumótaröðin (6)
Nr. | Dags. | Mót | Sigurskor | Höggafjöldi á næsta mann | 2. sæti |
---|---|---|---|---|---|
1 | 10 des 2006 * | Alfred Dunhill Championship | -13 (74-66-68-67=275) | 1 högg | ![]() |
2 | 19 okt 2008 | Portugal Masters | -19 (66-68-67-68=269) | 3 högg | ![]() |
3 | 25 jan 2009 | Commercialbank Qatar Masters | -19 (69-67-64-69=269) | 3 högg | ![]() ![]() |
4 | 2 maí 2010 | Open de España | -11 (68-72-67-70=277) | Umspil | ![]() |
5 | 13 feb 2011 | Dubai Desert Classic | -11 (73-68-68-68=277) | 1 högg | ![]() ![]() |
6 | 11 des 2011 | Dubai World Championship | -19 (68-64-70-67=269) | 2 högg | ![]() |
Heimild: Wikipedia
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open