Hver er besti Ryder Cup leikmaður allra tíma?
Kylfingar þurfa að vera búnir allskyns kostum til þess að teljast vera Ryder bikars stjörnur.
Einn hæfileikinn sem þarf að hafa til að bera er að geta sökkt púttum undir pressu, annar að slá lýtalaus járnahögg af brautum og sá þriðji að vera sleggja – þruma teighöggin langt niður eftir braut.
Síðan eru það óáþreifanlegu hæfileikarnir, sem bestu Ryder bikars leikmennirnir búa allir yfir en það er: sjálfstraust, karakter og stjórnunarhæfileikar.
Í haustlegu umhverfi annaðhvert ár verða mestu sjálfhverfupúkarnir, sem hugsa um ekkert nema sjálfa sig mest allt árið að koma saman sem lið og spila holukeppni undir dúndrandi látum í áhorfendum, sem hvetja ekki þá sjálfa heldur annað hvort LIÐIÐ áfram! Sumir finna sig í því að vera lið öðrum líkar það verr.
Allir frá Tom Watson og Tiger Woods til Sir Nick Faldo og Rory McIlroy, hafa verið með í Rydernum og þeir hafa allir sigrað og tapað. En hver skyldi nú vera besti Ryder Cup leikmaður allra tíma?
Stigin sem skoruð eru og prósentur eru oft notaðar til að mæla árangur leikmanna, en suma þætti er erfiðara að henda reiður á T.a.m. safna sumir stigum í mótum yfir lengri tíma þegar mótherjinn er slappur, meðan að stjarna sumra skín skært í örskamman tíma og þá ná þeir ekki aftur að komast í liðin.
Á löngum ferli sínum og með þátttöku í 11 Ryder bikars mótum hefir Sir Nick Faldo t.a.m. safnað mestum stigum (25) meðan prósentutala stiga hans er aðeins 54%.
Á hinn bóginn hefir Ian Poulter unnið 12 stig í aðeins 4 Ryder bikars mótum og er því með prósentutölu stiga upp á 80%.
En prósentur einar segja heldur ekkert um gæði andstæðinganna. T.a.m. : Einn kylfingur sigrar t.d. besta leikmann andstæðinganna meðan annar sigrar veikasta hlekkinn. Hvor hefir staðið sig betur? Flestir myndu telja að það væri náunginn sem sigraði þann besta í liði andstæðingsins …. en prósentur einar sér segja ekkert til um það.
BBC hefir tekið saman lista yfir bestu Ryder bikars kylfinga allra tíma. Við gerð þess lista voru notaðar allar niðurstöður úr fjórbolta og fjórmenningi og tvímenningsleikjum fyrir hvern kylfing í Rydernum frá árinu 1979. Úrtakið miðaðist við þá sem höfðu leikið a.m.k. 10 Ryder Cup leiki. Tekið var tillit til hversu stórir sigrarnir voru, gæði andstæðinganna og spilafélaganna og þar með leiðréttust ýmsir þættir, sem ekki er tekið tillit til þegar aðeins er litið á unnin stig og prósentur. „Þegar maður er með mikið af niðurstöðum úr leikjum einstakra kylfinga er hægt að finna út relatívan hæfileika allra kylfinga, sem lýsa best þeim niðurstöðum sem rannsakaðar hafa verið,“ sagði McHale úr stærðfræðideild University of Manchester, sem reiknaði út hæfileika einstakra Ryder bikars kylfinga fyrir BBC „Það er það sem við gerðum hér. Metnir hæfileikar leikmannanna ættu að vera lausir við ágalla einfaldari aðferða við mat á hæfileikum þeirra þ.e. með því að líta einvörðungu á heildarpunktafjölda eða prósentutölur.“
Var eitthvað sem kom á óvart?
Á BBC listanum yfir bestu Ryder Cup leikmenn allra tíma var Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods, 14-faldi risamótsmeistarinn, sem margir álíta að sé ekkert alltof góður Ryder bikars leikmaður t.d. í 23. sæti ásamt Luke Donald.
Donald er með 70% – hann er með 10 sigra – 4 töp og jafnt í 1 leik – sem leiðir til þess að hann er með 2. bestu prósentutölu allra leikmanna s.l. 35 ár.
Woods er hins vegar aðeins með 44% – og 13 sigra – 17 töp og 3 jafntefli.
Eins og sagði er þeir báðir í 23. sæti skv. útreikningum Mc Hale vegna þess að Tiger hefir spilað í fleiri leikjum gegn andstæðingum, sem hafa staðið sig vel í Ryder bikarnum, meðan Donald hefir sigrað fleiri leiki á móti lakari andstæðingum.
Walesmaðurinn Ian Woosnam er aðeins í 43. sæti þrátt fyrir fleiri fjórboltastig (10) en nokkur annar leikmaður í sögu Rydersins. Hann elskaði að spila í Rydernum og þreifst þar en gat ekki sigrað í einum einasta tvímenningi í 8 tilraunum.
Kannski er það sem kemur mest á óvart það að það er ekki sæti fyrir Seve Ballesteros á topp 10 á lista McHale.
„Þrátt fyrir að Seve sé álitin ein skærasta stjarna Evrópu þá eru tölurnar 20 sigrar 12 töp og jafnt í 5 leikjum ekkert svo æðisleg,“ segir McHale.
„Hann er með prósentutöuna 59% sem er ágæt en það er fullt af leikmönnum sem eru með betri ferla. Síðan bætist við að andstæðingar hans voru ekkert sérstakir bandarískir kylfingar og hann vann ekkert með stórum mun en það gerir það að verkum að það kemur á óvart hversu neðarlega hann er á listanum. Aftur á móti tekur jafnvel McHale módelið ekki tillit til X-faktors Seve, þ.e. karisma hans og stjórnunarhæfileika.“
En hverjir eru svo bestu Ryder Cup leikmenn allra tíma skv. BBC og McHale?
Þeir eru eftirfarandi og dæmi svo bara hver fyrir sig:
Sterkustu Ryder Cup leikmennirnir |
|
|---|---|
| 1. Colin Montgomerie (Evrópa) | 11. Corey Pavin (Bandaríkin) |
| 2. Tom Kite (Bandaríkin) | 12. Seve Ballesteros (Evrópa) |
| 3. Ian Poulter (Evrópa) | 13= Nick Faldo (Evrópa |
| 4. Jose Maria Olazabal (Evrópa) | 13= Fred Couples (Bandaríkin) |
| 5= Larry Nelson (Bandaríkin) | 15. Jose Maria Canizares ((Evrópa) |
| 5= Tom Lehman (Bandaríkin) | 16. Phil Mickelson (Bandaríkin) |
| 7. Lanny Wadkins (Bandaríkin) | 17= Costantino Rocca (Evrópa) |
| 8. Bernhard Langer (Evrópa) | 17= Lee Westwood (Evrópa) |
| 9. Hale Irwin (Bandaríkin) | 19= Graeme McDowell (Evrópa) |
| 10. Tom Watson (Bandaríkin) | 19= Jim Furyk (Bandaríkin) |
| Heimild: Fozmuz Analysis | |
| Valdir aðrir: | |
| 22. Darren Clarke (Evrópa) | 45. Ian Woosnam (Evrópa) |
| 23= Tiger Woods (Bandaríkin) | 46. Sandy Lyle (Evrópa) |
| 23= Luke Donald (Evrópa) | 49. Ken Brown (Evrópa) |
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
