Árið 2021 sigraði Thorbjörnsen á Western Amateur.
Loks varð hann T-4 á Travelers mótinu á PGA Tour, 2022 – sem færði honum 12 stig á PGA Tour University Accelerated, en kylfingar á þeim lista sem hafa unnið sér inn 20 stig eftir 3 ár frá því að þeir fengu fyrst stig á listanum hljóta strax kortið sitt á PGA Tour.
Thorbjörnsen var í 7. sæti fyrir lokahringinn á Travelers, og lauk þeim hring á 66 höggum á sunnudeginum. Hann byrjaði á því að fá 5 pör en á næstu 6 holum var hann á 6 undir pari, þ.á.m. hlaut hann örn á par-5 6. holu vallarnis. Þarna var hann aðeins 1 höggi á eftir forystumanni mótsins Xander Schauffele. Thorbjörnsen fékk skolla á næstu 2 holur, en lauk sem segir keppni 4 höggum á eftir Schauffele.
„Mér líður vel þarna úti“ sagði Thorbjörnsen, sem er í 4. sæti á heimslista áhugamanna. „Kannski aðeins of vel“
Þetta er ekki algeng afstaða hjá áhugamanni, sem keppir í móti PGA Tour. Árangur Thorbjörnsens var sá besti hjá áhugamanni í PGA Tour móti í 6 ár.
„Erfiðar eða stressandi aðstæður hafa ekki sömu áhrif á hann og aðra kylfinga,“ sagði þjálfari Stanford, Conrad Ray, um Thorbjörnsen, en Conrad var í liði með Tiger Woods í bandaríska háskólagolfinu.