Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2023 | 14:00

Hvaða ungu kylfingum (u. 23 ára) ætti að veita athygli 2023? Ludvig Åberg (5/10)

Ludvig Noa Åberg fæddist í Eslöv, Svíþjóð, 31. október 1999 og er því 23 ára.

Hann er sem stendur nr. 1 á PGA TOUR University presented by Velocity Global. Ef honum tekst að halda því sæti eftir  NCAA Championship í maí, kemst hann sjálfkrafa á PGA Tour.

Sem stendur er Åberg efstubekkingur í Texas Tech og einnig nr. 1 á heimslista áhugamanna. Hann er yfir 1,8 m á hæð og vel þjálfaður. Dræverinn er hans sterkasta hlið og hann er ekki hræddur að nota hann, jafnvel á þröngum brautum. Hann sigraði í Jones Cup Inv. 2021, en sá sigur er gott dæmi um vel slegin högg. Það mót fór fram í hinum refsandi Ocean Forest golfklúbbi í köldu vetrarveðri í Georgiu. Meðal fv. sigurvegara í mótinu eru margir risamótssigurvegarar. Åberg sigraði einnig í Big 12 Championship, 2022.

Åberg er ekki á Twitter og er sjaldan á Instagram. Greg Sands, yfirþjálfari Texas Tech segir að það taki Åberg stundum klukkustundir að svara sms. Hann er ekki ótillitssamur og þetta er ekki virðingaleysi. Hann lætur bara símann ekki trufla sig.

Slátturinn er jafn góður og andlega hliðin og hvorutveggja er í algeru topformi“ sagði Sands. Einu skiptin sem Åberg tékkar á síma sínum er á lokaholum í móti, sérstaklega þegar hann og liðsfélagar hans eru við það að vinna mót. Þegar sumir keppendur reyna að líta ekki á skortöfluna þá er Åberg einmitt að skoða það til að sjá hvar hann er staddur.  Sands elskar að segja söguna af því þegar Åberg þurfti að setja niðu 25 feta pútt til þess að halda á lífi möguleikum liðs síns á að vinna. Hann var sér þess fyllilega meðvitaður.  „Maður sá bara hvernig einbeitingin hjá honum steig,“ sagði Sands. Eftir að setja niður púttið sneri Åberg sér að þjálfara sínum og sagði: „Man, I love this game.“

He wants the putt,” sagði Sands. “He wants the big shot.”

Árið 2020 spilaði Åberg á Nordic Golf League mótaröðinni og á þar í beltinu 2 sigra það ár:

4. júlí 2020 sigur á Katrineholm Open. Sigurskor: −10 (67-70-69=206) vann Mikael Lindberg í bráðabana
16. Juliet 2020 Barsebäck Resort Masters. Sigurskor −15 (69-67-68=204) Átti 5 högg á Mikael Lindberg

Árið 2022 hlaut Åberg Ben Hogan Award, sem veitt eru besta kylfingi í bandaríska háskólagolfinu.

Sigrar Åberg, sem áhugamanns í golfi eru eftirfarandi:

2016 Galvin Green Junior Open, Skandia Junior Open
2017 Fairhaven Trophy
2019 Sun Bowl All-America Golf
2021 Jones Cup Invitational, The Prestige, Thunderbird Collegiate

Eins hefir Åberg att sæti í sænska golflandsliðinu og hefir tekið þátt í eftirfarandi liðakeppnum:

European Boys’ Team Championship (í liði Svía): 2017
European Amateur Team Championship (Í  liði Svía): 2018, 2019 (sigurvegarar), 2021
Junior Golf World Cup (í liði Svía): 2018
Arnold Palmer Cup (í alþjóðaliðinu): 2020 (sigurvegarar), 2022 (sigurvegarar)
Eisenhower Trophy (í liði Svía): 2022