Hvaða ungu kylfingum (u. 23 ára) ætti að veita athygli 2023? Cole Hammer (9/10)
Cole Hammer er fæddur 28. ágúst 1999 og því 23 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2022 og er mikils vænst af honum.
Cole Hammer endaði fyrsta árið sitt sem atvinnumaður stórt – varð T5 á The RSM Classic. Þessi árangur kom honum inn á fyrsta mótið á PGA TOUR árið 2023, Sony Open á Hawaii. Þetta var annar topp-30 sem hann komst í röð á TOUR, viku eftir að hann varð T27 í heimabæ sínum, í Houston, á Cadence Bank Houston Open mótinu.
„Þetta er stórt fyrir mig að mega halda áfram þegar kemur að sjálfstraustinu,“ sagði Hammer. „Það er búið að taka smá tíma að komast þangað og líða nógu þægilega til að geta treyst sjálfum sér á stærsta sviðinu, en ég held að ég geri það núna. Reyndar veit ég að ég geri það vegna þess að ég sannaði það fyrir sjálfum mér í dag undir mikilli pressu.“
Hammer komst fyrst í fréttirnar 15 ára þegar hann komst á Opna bandaríska risamótið. Hannnáði efsta sæti á heimslista áhugamanna; sigraði á Western Amateur og Big 12 Championship. Hann var líka liðsfélagi Coody tvíburanna í NCAA titilliði Texas 2022.
Hammer varð í 5. sæti á PGA TOUR University by Velocity Global graduates, sem veitir háskólanemum stökkbretti beint inn á PGA Tour. Hammer er þar að auki með takmarkaðan spilarétt á Korn Ferry Tour eftir að hafa orðið T-59 á lokastigi Korn Ferry Tour Q-School 2022. Það var staða hans í fimm efstu sætunum á PGA TOUR University Velocity Global Ranking sem tryggði Hammer sæti hans á lokastigi Q-School.
Hammer er ekki viss í hversu mörgum mótum hann fær að spila í á Korn Ferry Tour 2023, en árangur hans sem áhugamanns gæti gert hann að vinsælum kandídat um undanþágur styrktaraðila. Sama gildir um nýlega velgengni hans . Hammer náði þremur af fjórum niðurskurðum á Korn Ferry Tour á síðasta ári og á í beltinu einn topp-10 árangur.
Umskiptin yfir í atvinnugolf eru oft erfið, jafnvel fyrir bestu áhugamenn. Hammer sá það af eigin raun og missti af niðurskurði í fyrstu sex PGA mótum sínum sem atvinnumaður. Hann var samtals á 29 yfir pari á þessum 12 hringjum.
„Þetta sumar (2022) var erfitt á PGA TOUR,“ sagði Hammer. „Ég hafði bara enga þolinmæði. Um leið og ég gerði bogey fannst mér eins og heimurinn hrindi.“
Cole Hammer hefir hins vegar sjálfstraustið sem þarf 2023 tilí að keppa á PGA TOUR.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
