
Hvaða 9 kylfingar fóru fram úr björtustu vonum á árinu 2011?
Nú þegar áramótin eru að baki er enn verið að gera upp golfárið 2011. M.a. veltir einn golffréttamiðillinn því fyrir sér hverjir hafi sprottið fram á sjónarsviðið og spilað fram úr björtustu vonum á árinu 2011. Það er nefnilega nokkuð merkilegt hversu margir góðir nýliðar og nýjir kylfingar, sem fram að því hafði ekki mikið borið á komu fram árið 2011. Hér eru 5 þessara kylfinga:
Nr. 1 Keegan Bradley
Nýliðinn Keegan Bradley sigraði Byron Nelson mótið í maí 2011, sem veitti honum þátttökurétt á PGA Championship. Lokaholurnar á lokahring hans á PGA Championship eru skráðar skýrt í sögubækur, því eftir að hafa fengið þrefaldan skolla á 15. braut náði hann að knýja fram umspil Á FYRSTA RISAMÓTINU SEM HANN TÓK ÞÁTT Á … sem hann síðan vann og hampaði Wanamaker Trophy að lokum!
Nr. 2 Webb Simpson
Árið 2010 var Webb tiltölulega óþekkt númer, sem ekki tókst að tryggja sér kortið sitt á PGA TOUR fyrr en síðla hausts það ár. En hann tók gæfuspor, skipti um kaddý… og með Paul Tessauri sér við hlið hefir honum gengið mun betur í ár, er m.a. í 2. sæti á peningalista PGA. Hann komst strax í fréttirnar í apríl á síðasta ári á Zürich Classic þegar svo var dæmt að vindurinn hefði hreyft bolta hans og hann varð að taka á sig víti sem kostaði hann 1. sigurinn á PGA. En hann náði sér á strik þegar hann sigraði á Wyndham Championship, mótinu þar sem Ólafur Björn Loftsson, NK, spilaði fyrstur allra Íslendinga á PGA mótaröðinni bandarísku. Eins sigraði Webb Simpson á Deutsche Bank Championship. En þekktastur er hann e.t.v. fyrir að nota „bumbupútterinn“ svonefnda, sem slegið hefir í gegn á árinu 2011.
Nr. 3 Luke Donald
Árið 2011 var einfaldlega árið hans Luke Donald í golfinu. Hann varð nr. 1 í heiminum – sigraði 4 sinnum á árinu og varð efstur beggja vegna Atlantsála á peningalistum sterkustu mótaraða heims, PGA TOUR og Evróputúrnum. Um frammistöðu hans þarf ekki að fjölyrða – Luke er einfaldlega bestur!
Nr. 4 Mark Wilson

Mark Wilson - cute-í-gæ með ostbita á hausnum! Hann var nánast óþekktur í upphafi kepnnistímabils PGA Tour í upphafi s.l. árs, en 2 sigrar á árinu breyttu því snarlega.
Mark Wilson er mikill stuðningsmaður bandaríska ruðningsboltaliðsins Green Bay Packers. Það vissi ekki nokkur kjaftur um það, þar til hann sigraði bæði á Sony Open og Waste Management Open (seinna mótið á sama tíma og átrúnaðargoðin í ruðningsboltanum tóku Super Bowl í Bandaríkjunum! – Frábær helgi fyrir Wilson það!… og hann er svo sannarlega einn af þeim, hvers golfspil fór fram úr björtustu vonum!
Nr. 5 Nýliðar
Ýmsir nýliðar slógu í gegn þ.á.m. Charl Schwartzel, sem telst sem nýliði því s.l. ár var hans fyrsta á PGA TOUR. Og hann sló þá þegar í gegn vann Masters 2011 með stæl, með einu besta golfi á lokahringnum, sem sést hefir í háa herrans tíð. Aðrir nýliðar á árinu sem vert er að minnast er e.t.v. Gary Woodland og Brendan Steele í Bandaríkjunum og Tom Lewis í Evrópu.
Annar sem sló rækilega í gegn þó varla teljist hans nýliði er Michael Hoey, en á hann er ekki minnst hér, þar sem greinin sem byggt er á er bandarísk. Michael sigraði á Madeira Islands Open á evrópsku Áskorendamótaröðinni og síðan á Alfred Dunhill Links á Evrópumótaröðinni, sem væntanlega er stærsti sigur ferilsins, en Hoey átti 2 högg á Rory McIlroy.
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023