Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2019 | 20:00

Hvað var í sigurpokanum hjá DeChambeau?

Bryson DeChambeau hefir m.a.  vakið mikla athygli fyrir kylfuval sitt á undanförnum misserum.

Hvaða kylfur skyldi kappinn hafa verið með þegar hann sigraði Omega Dubaí Desert Classic í gær, 27. janúar 2019?

Það voru eftirfarandi spýtur og járn og annar útbúnaður:

Dræver:  Cobra King F9 Speedback Drive.

Brautartré: Cobra King F8+ Baffler Fairway Wood og Cobra King LTD Black Fairway Wood, 14.5°.

Járn:  Cobra King One Length járn, 6-PW og Cobra King One Length Utility 4-5 járn.

Fleygjárn:  Cobra King V Grind Wedge, 50°;  Cobra King WideLow Grind Wedges, 55° og 60°.

Pútter: Sik Tour Prototype Putter.

Golfbolti: Bridgestone Tour B X Ball.