Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2015 | 09:45

Hvað var í sigurpoka Spieth?

Jordan Spieth vann 2. titil sinn á PGA Tour, í gær, sunnudaginn 15. mars 2015, þegar hann bar sigurorð af keppinautum sínum (Patrick Reed og Sean O´Hair) í 3 manna bráðabana á Valspar Championship

Jordan Spieth þykir einstakur snillingur í stutta spilinu og við sigurpútt sitt notaði hann 35 tommu Scotty Cameron 009 týpu — sá eini á PGA Tour, sem notar slíkan pútter, en hann hefir verið með sama pútter síðan hann var 15 ára (sem reyndar er ekkert svo langt síðan – í 6 ár – en Spieth er aðeins 21 árs).

Um pútterinn sinn góða sagði Spieth: „009 var uppáhaldspútterinn minn [þegar ég var unglingur].  Adam Scott og Geoff Ogilvy, tveir uppáhaldskylfinga minna notuðu hann og þess vegna vildi ég nota hann.  Ég hef verið að nota hann frá því ég var 15 og það er ekkert að fara að breytast á næstunni.“

Þó Spieth hafi gert breytingar á flestu í poka sínum á undanförnum árum er eitt óbreytt: pútterinn enda segir hann hvað þá kylfu snerti snúist það allt um tilfinningu.

Ég geri mér grein fyrir að tæknin tekur breytingum, en tilfinningin er rétt með þessum (púter).“

Að öðru leyti notaði Jordan Spieth eftirfarandi verkfæri við sigurinn á Valspar Championship:

Dræver: Titleist 915D2 (9.5°; Aldila Rogue 60X skaft)

3-tré: Titleist 915F (15°; Graphite Design Tour AD-DI 7X skaft)

Blendingur: Titleist 915 H.d (20.5°; Graphite Design Tour AD-DI 95X skaft)

Járn: Titleist 714 AP2 (4-9; True Temper Project X 6.0 sköft)

Fleygjárn: Titleist Vokey Design SM5 (46-08, 52-08, 56-10, and 60-04 degrees; True Temper Project X 6.0 shafts)

Pútter: Scotty Cameron 009 prototype

Bolti: Titleist Pro V1X