Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2017 | 09:00

Hvað var í sigurpoka Matsuyama?

Hér er listi yfir „verkfærakassa“ þ.e. hvað var í poka japanska kylfingsins Hideki Matsuyama þegar hann sigraði á Waste Managment Phoenix Open í gær, 5. febrúar 2017.

Það má með sanni segja að það kenni ýmissa grasa í poka Matsuyama og svo virðist sem hann velji sér sjálfur bland í poka og það sem hentar leik hans best.

5 stórmerki einkenna pokann: Srixon, Callaway, Cleveland, TaylorMade og Titleist – það sem kannski vekur athygli er að hanns pilar ekki með japönskum kylfum.

Eftirfarandi „spýtur“, járn og önnur verkfæri voru í poka Hideki:

Bolti: Srixon Z-Star XV.

Dræver: Callaway Great Big Bertha (Graphite Design DI-8 TX), 9°.

3-tré: TaylorMade M2 (2017), 15°.

Blendingur: Callaway Apex, 18°.

Járn (4-PW): Srixon Z 965.

Fleygjárn:  Cleveland 588 RTX 2.0 PF (52°, 56° og 60°).

Pútter: Scotty Cameron by Titleist Timeless.