Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2018 | 22:00

Hvað var í sigurpoka Bubba?

Ég hata að þurfa að breyta um golfútbúnað“ sagði Bubba Watson fyrir nokkrum árum og flestir kylfingar eru e.t.v. sömu skoðunar, en sumir fastheldnari en aðrir.

Eftirfarandi kylfur og útbúnaður voru í poka Bubba, þegar hann varð heimsmeistari í holukeppni:

Bolti: Titleist Pro V1x.
Dræver: Ping G400 LST (Grafalloy BiMatrx), 7.6° með bleiku skafti.
3-tré: Ping G, 13.2°.
Járn (2): Ping iBlade; (4-PW): Ping S55.
Fleygjárn: Ping Glide 2.0 (51.6, 55.3, 62.8 °)
Pútter: Ping PLD.