Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2012 | 10:00

Hvað hefir Yani Tseng verið að gera í fríinu? Hvernig hefir hún búið sig undir fyrsta mót LPGA: Women´s Australian Open?

Á morgun hefst í Victoríu í Ástralíu ISPS Handa Women´s Australian Open. Meðal keppenda er nr. 1 í kvennagolfinu Yani Tseng. Blaðafulltrúi LPGA lagði nokkrar spurningar fyrir Yani og forvitnaðist m.a. um hvað hún hefði verið að gera í keppnishléinu?

LPGA: Í hversu mikinn tíma hvíldirðu þig frá golfinu og hvað gerðir þú?
Tseng:
Ég tók mér frí í u.þ.b. 3 vikur og slappaði af. Ég kom heim til Orlandó á jóladag. Svo var ég í nokkra daga í L.A. og fór til  Lake Tahoe á skíði.Gamlársdag var ég í Las Vegas sem var mjög skemmtilegt. Það var svo mikið af fólki þarna. Á 3 dögum í Las Vegas fylgdist ég með 4 sýningum. Ég kom aftur til Orlandó 1. janúar og hvíldi mig í nokkra daga áður en ég byrjaði aftur að æfa. Ég hef verið að vinna með þjálfanum mínum. Við höfum verið að vinna í sveiflunni minni þ.e. reynt að bæta hana þannig að hún verði stöðugri.

LPGA: Hefir þú sett þér markmið fyrir 2012?
Tseng:
Það var erfitt. Ég hugsa að nýja markmiðið mitt sé að verða sterkari. Ég vil að sveiflan mín verði stöðugri. Kannski get ég bætt andlegu hlið leiks míns. Ég hef hugsað um að sigra nokkur mót og verða Rolex kylfingur ársins. Allir vinna hart að leik sínum og þeir reyna að verða kylfingur ársins þannig að það er eitt af markmiðum mínum. Ég mun vinna mikið í því að bæta það sem ég gett bætt mig í.

LPGA: Hvernig heldur þú þér í formi í fríinu?
Tseng:
Ég hef unnið mikið í því. Þjálfarinn minn er hér og sjúkraþjálfarinn. Ég er í ræktinni 6 daga vikunnar þannig að ég hef verið ansi þreytt. Ég get ekki beðið eftir að keppnistímabilið hefjist í Ástralíu. Þá er hægt að eignast nýja vini.

LPGA: Hver er lykillinn að því að spila vel á Royal Melbourne?

Tseng: Ég horfði á Forsetabikarinn (ens.: President’s Cup) og það var svo gaman. Flatirnar virðast svo erfiðar. Ég elska Melbourne. Mér líkar að snúa aftur þangað. Við erum á góðu hóteli og förum í skoðunarferðir eftir að við spilum. Það er skemmtilegt.

LPGA: Hvað er í uppáhaldi hjá þér að gera þegar þú ert í Ástralíu?
Tseng:
 Mér finnst gaman að fara á veitingastaðina nálægt ánni. Við sitjum utandyra, borðum góðan mat og horfum á fólkið ganga framhjá. Svo er fallegt útsýni þaðan.

Heimild: LPGA