Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2011 | 08:00

Hvað er í uppáhaldi hjá Melissu Reid?

Það hefir ekki farið mikið fyrir enska kylfingnum Melissu Reid í golfpressunni hér á landi. Þó er hún meðal betri kylfinga á Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst.: LET). Hún var m.a. í evrópska Solheim Cup liðinu sigursæla í Killeen Castle nú í haust og svo sigraði hún tvívegis á LET í ár, sem skilaði henni 2. sætinu á Henderson peningalista LET  2011. Hér sýnir Mel á sér hina hliðina þ.e. segir okkur hvað er í uppáhaldi hjá henni, en smekkur hennar er „very British“:

Uppáhaldsfatahönnuður: Alexander McQueen.

Uppáhaldssnyrtivörur: Bobbi Brown.

Uppáhaldsverslun: The one and only Jack Wills – Fabulously British.

Uppáhaldsmatur: Ítalskur.

Uppáhaldsdrykkur: Evían vatn.

Uppáhaldsdesert: Súkkulaðikaka með súkkulaðikremi.

Uppáhaldskvikmynd: Superbad.

Uppáhaldstónlist eða tónlistarmenn: Kings of Leon.

Uppáhaldsbók: hef ekki áhuga á lestri bóka.

Uppáhaldseign: Hundurinn minn Freddie.

Uppáhaldstæki: iPhone.

Uppáhaldsbíll: Audi.

Uppáhaldsborg: San Diego.