Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2011 | 19:00

Hvað er heitt og hvað afleitt í golfinu?

Alan Shipnuck aðalpenni Sports Illustrated tekur hér saman lista yfir það sem honum finnst heitt og hvað afleitt í golfheiminum eftir mót helgarinnar:

HEITT

1. Yani. Alan finnst Yani Tseng sameina nákvæmni Anniku, sprengikraft Lorenu og hráa íþróttamennsku Karrie (Webb).  Tseng mun eiga golfið  næsta áratuginn … nema Lexi fái að hafa síðasta orðið, að mati Alans.

2. Haustmótaröð PGA. Frys.com Open var frábært mót og atlaga Webb Simpson að efsta sætinu á peningalistanum breytir Sea Island úr litlu, heillandi móti í eitthvað sem skiptir meira máli.  Nú ef við gætum bara séð Tiger spila í Disney.

3. Rickie. Hver sigur er  STÓR  þegar maður er metnaðargjarn 22 ára kylfingur sem er að reyna að rísa undir gríðarlegum væntingum. Og það er jafnvel enn sætara þegar sá sem maður vinnur er hinn 22 ára gæinn, sem hefir svo oft valtað yfir mann á árinu.

4. Brad Faxon. Yeah, hann spilaði bara 2 hringi, en er einn af góðu gæjunum á Champions Tour , sem vann loks fyrsta sigur sinn eftir áratuga meiðslabasl. Því miður verður Faxon núna minna sem golffréttaskýrandi í bandarísku sjónvarpi, en Alan segist nýfarinn að venjast nefmæltri New England rödd Brads.

5. Christina Kim. Ein heimsálfa nægir ekki að hemja einn líflegasta karakterinn í golfinu, þegar CK vann fyrsta Ladies European Tour mótið sitt á Sikiley. Ef allir kylfingar á LPGA væru svona skemmtilegir þá væru mun fleiri en 12 mót í Bandaríkjunum á þeim túr.

AFLEITT
1. Tiger. Hann spilaði býsna vel á köflum en það var allt of mikið af ódýrum skollum. […] Svo dregur hann sig í híði sitt í mánuð. Stórfurðulegt!

2. Briny Baird. Ágæt spilamennska fyrstu 72 holurnar, en í umspilinu fékk þessi sigurlausi kappi handfylli af púttum til þess að sigra, en hann fékk ekki eitt til að detta í holuna.  A.m.k. er hann enn með besta nafnið í golfinu.

3. Ernie Els. Hann var með forystuna mestalla fyrri 9 (á Frys.com Open) en setti síðan ekki niður nokkur stutt pútt á seinni 9. Átti ekki magapútterinn að binda endi á þetta?

4. PGA Tour. Lávarðarnir í Ponte Vedra (yfirstjórn PGA) eru enn að hindra fréttamenn í að tweeta frá mótum. Vegna þess, vitið þið, að það að örva áhuga golfáhangenda er slæmt fyrir leikinn!

5. Lee Westwood. Hann er virkilega að reyna fá fylgi við að risamót verði haldið í Asíu.  Til hvers að halda heimsmeistaramót þá?

Þeir sem vilja lesa grein Alans Shipnuck á frummálinu smellið hér: GOLF.COM