Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2011 | 20:00

Hvað er heitt og hvað afleitt í golfinu?

Í byrjun hverrar viku tekur Alan Shipnuck, golfpenni Sports Illustrated saman lista yfir það sem honum finnst heitt og afleitt í golfinu eftir mót helgarinnar … og eftir þessa helgi er af nógu að taka.  Það sem vekur athygli þessa vikuna er fall Yani af nr. 1 á lista hans yfir það sem er heitt, í nr. 1 á lista þess sem honum þykir afleitt. En hér fer listinn í lauslegri þýðingu:

HEITT:

1. Tom Lewis. Tom hinn ungi er stjarna Opna breska meðal áhugamannanna. Nú þegar hann er orðinn atvinnumaður þurfti hann ekki nema 3 stört á Evrópumótaröðinni til að landa fyrsta sigrinum á Portugal Masters í síðustu viku. Jeminn, maður finnur hversu ungir kylfingar eru þegar Rory McIlroy lítur út eins og eldri embættismaður.

2. Webb Simpson. Það er svalt að hann spilaði á Sea Island til þess að skapa spennu um hver vinnur peningatitlinn (á PGA). Það er jafnvel enn meira svalt að hann spilaði upp á A (í einkunn) og stal næstum sigrinum.

3. Na Yeon Choi. Hin smáa  NYC  (NYC, líka stytting á New York City) / hún getur ekki vegið meira en 50 kíló, en hún er eitt (risastórt) hjarta. Eftir að hún fékk skramba á 2. holu í Malasíu leit út fyrir að þessu væri lokið fyrir hana, en Choi spilaði síðustu 13 holurnar á -5 undir pari og vann Yani Tseng, sem er yfirburðarkylfingur meðal kvenna.

4. Disney. Lokamótið á PGA Tour býður alltaf upp á mikið drama, á botni peningalistans en í ár er aðalspennan á toppnum. Og ólíkt FedEx Cup þá þarf maður ekki að kunna á metra-kerfið til þess að fylgjast með þessu móti. (Innskot: Úff – Bandaríkjamönnum væri nær að læra á metra-kerfið).

5. Freddy (Couples).  Ho hum, bara svona lítill sunnudagssigur með einn hring upp á 62 högg.  Hefir einhver nokkurn tímann látið svona erfiðisverk líta jafnauðveldlega út? Ég er ekki bara að tala um golf, heldur allt.

 

AFLEITT

1. Yani (Tseng).       Hún þurfti að setja niður 6 metra pútt fyrir fugli á lokaholunni en púttaði of stutt (endaði 1/2 metra frá holu).  Já, það eru svona miklar kröfurnar sem gerðar eru til Tseng: hún verður nú að ná þessum púttum niður hvert sinn.

2. Greg Norman. Fyrirliði alþjóðaliðs Presidents Cup heldur áfram skítkasti á Tiger. Veit hann ekki að þetta er ein leiðin til þess að tryggja að Tiger spili vel í Ástralíu?

3. Paul Casey. Hann dró sig úr mótinu á Sea Island og þar með lauk versta keppnistímabili Englendingsins. Það er ekki svo langt síðan að Casey var besti kylfingur Englands. Nú er hann 4. í röðinni að krúnunni. Kannsti sá 5. að því gefnu hvernig Tom Lewis er að brillera.

4. Michael Thompson. Þessi 25 ára nýliði spilaði frábært golf í 71 holu á  Sea Island — á einum stað í tímanum s.l. sunndag var hann með 3 högga forystu — en á 72. holu sló hann hræðilegt slice í hindrunina og fékk skolla sem varð til þess að hann komst ekki í umspil við Ben Crane og Webb Simpson.

5. Tiger Woods. Það eru miklar líkur á því að eftir Disney-mótið falli Tiger út af topp-125 á peningalista PGA. Það skiptir engu máli – Tiger er þegar kominn með lífstíðarkeppnisrétt eftir 20. sigur sinn á PGA fyrir nokkrum tímaskeiðum síðan – en þetta er bara það síðasta sorglega í hnignun eins besta kylfings sögunnar.